Fréttir og Tilkynningar

Leshringurinn hittist - 20. mars 2018

Bok-eg-a-teppi...

Leshringur Gigtarfélagsins hittist þriðjudaginn 27. mars n.k. að Ármúla 5, 2. hæð kl: 13:30 til 15:30.
Verið er að lesa bókina „Ég á teppi í þúsund litum“ eftir Anne B. Radge í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur.
„Ég á teppi í þúsund litum“ er grípandi saga um lífsþrótt og seiglu, um skort á umhyggju, um þakklæti og óræða þrá – og um það hvernig komast skal hjá því að kalkúnninn verði of þurr.

Allir eru velkomnir


Lesa meira

Fundur hjá Suðurnesjadeild - 15. mars 2018

Þá er komið að hinum mánaðarlega fundi Suðurnesjadeildar.

Fundurinn verður þann 21.mars kl: 20:00 að Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ

Matti Ósvald Stefánsson markþjálfi og heilsuráðgjafi kemur og mun halda fyrirlestur.

Kaffi og meðlæti og allir eru velkomnir.

Lesa meira

Ganga í kvöld - 22. febrúar 2018

Hryggiktarhópurinn stendur fyrir göngu í kvöld, fimmtudaginn 22.febrúar og eru allir velkomnir, líka þeir sem ekki eru með hryggikt. 
Þau ætla að hittast við fótboltavöllinn í Egilshöll um 19:30 og ganga einn til tvo hringi. Eftir göngu ætla þau svo í Keiluhöllina/Shake&Pizza og gæða sér á pizzu klukkan 20:00 (hver borgar fyrir sig).
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta

Lesa meira

Birtuhópurinn hittist 13. febrúar - 8. febrúar 2018

Birtuhópurinn ætlar að hittast þriðjudaginn 13. febrúar n.k. í Gigtarfélagi Íslands að Ármúla 5, 2. hæð kl. 14:00 til 16:00.

Jóhanna B. Bjarnadóttir og Svala H. Sigurðardóttir iðuþjálfar ætla að koma í heimsókn með ýmis hagnýt ráð í daglegri iðju.

Allir eru velkomnir

Lesa meira