Fréttir og Tilkynningar

Gigtarfélagið óskar eftir iðjuþjálfa og sjúkraþjálfurum - 10. október 2024

Gigtarfélagið er að leita að þremur sjúkraþjálfurum  og einum iðjuþjálfa eða tveimur sem skipta með sér hlutastarfi 

Lesa meira

Opið hús 12. október - 8. október 2024

Gigtarfélag Íslands fagnar alþjóðlega Gigtardeginum laugardaginn 12. október með því að hafa opið hús frá klukkan 14:00 til 16:00 í nýinnréttuðum húsakynnum félagsins að Brekkuhúsum 1 í Reykjavík. Er það jafnframt formleg opnun félagsins á nýjum stað. Húsnæðið er vel búið og aðgengi allt til fyrirmyndar.

Við bjóðum félagsmenn, og aðra sem áhuga hafa, vekomna að fagna með okkur á þessum langþráðu tímamótum.

Lesa meira

Nýr hópur í vatnsleikfimi í október - 25. september 2024

Erum að bóka í nýjan hóp í vatnsleikfimi í Grensáslaug.
Hópurinn verður klukkan 16:05 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Lesa meira

Handaleikfimi og slökun - 11. september 2024

6 vikna námkeið í handafimi

Miðvikudögum klukkan 11:00 í Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík

Liðleiki og styrkur handa er ein grunnforsenda virkni daglegs lífs.
Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur ætlar að sjá um handafimi námskeið.
Tímarnir hefjast miðvikudaginn 25. september og verða einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 11:00.

Uppbygging tímans:
Farið í vax til að hita upp og mýkja hendur og fingur.
Slökun verður tekin meðan beðið er, þar sem slökun getur verið áhrifarík sem verkjameðferð.
Handa- og fingraæfingar til að viðhalda og/eða auka hreyfigetu og styrk.
Verð fyrir námskeiðið er 14.000 kr
Félagsmenn Gigtarfélagsins greiða 11.000 kr

Lesa meira