Fréttir og Tilkynningar

Birtuhópur - 4. desember 2019

Jólafundur Birtuhópsins verður haldinn í húsakynnum GÍ þriðjudaginn 10. desember kl. 14 til 16

Ungt fólk með gigt - 3. desember 2019

Jólakósí hittingur unga fólksins

Lesa meira

Að lifa með sjúkdóminn rauða úlfa - meðferð, lífstíll 28. nóvember kl. 20:00 - 19. nóvember 2019

Fimmtudaginn 28. nóvember nk. kl 20:00 mun Gerður Gröndal gigtarlæknir halda erindi á Gigtarmiðstöð Gigtarfélagsins að Ármúla 5 í Reykjavík um gigtarsjúkdóminn rauða úlfa eða lupus. Fyrirlesturinn nefnir hún „Að lifa með sjúkdóminn rauða úlfa - meðferð, lífstíll“ Rauðir úlfar eru sjálfsofnæmissjúkdómur. Á latínu heitir sjúkdómurinn  ...  Lesa meira

Alþjóðlegi gigtardagurinn 12. október 2019 - 12. október 2019

Í dag er Alþjóðlegi gigtardagurinn. Um heim allan leggja gigtarfélög áherslu á slagorðið „Don´t delay, connect to day“ eða í staðfærðri mynd „Ekki fresta, af stað í dag“. Að baki er sú staðreynd að snemmgreining gigtarsjúkdóma og rétt viðbrögð við þeim skipta öllu. Það kemur í veg fyrir skemmdir af völdum sjúkdómanna og eykur þannig lífsgæði fólks með gigt og stoðkerfisvanda. Öll félög Evrópu sem taka þátt í baráttunni við gigtina, félög lækna, félög annarra fagaðila innan gigtsjúkdómafræðinnar og félög sjúklinga vinna í anda þessa. Fræða, setja fram helstu kröfur um bætta heilbrigðisþjónustu og annað sem skiptir gigtarfólk máli. Margir tengja aðgerðir í dag við vinnustaðinn og almenna atvinnuþátttöku. Aðrir draga fram einstök mál sem brenna á gigtarfólki í hverju landi fyrir sig. Biðlistar eru ...

Lesa meira

Fréttir og Tilkynningar

Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

Í tilefni 30 ára afmælis Gigtarfélags Íslands (GÍ) styrkti Olíuverzlun Íslands, (Olís) félagið um 300 þús kr. En eins og kunnugt er gerði Olís og GÍ fyrir um ári síðan með sér víðtækt samkomulag um útgáfu félagsskírteina félagsmanna í GÍ. Lesa meira

Vefjagigt og andleg líðan - Fræðslufundur 15. febrúar

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 19.30 stendur Gigtarfélag Íslands fyrir fræðslufundi á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún um vefjagigt. Eggert Birgisson sálfræðingur mun flytja erindi sem hann nefnir: Vefjagigt og andleg líðan. Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands - Deild Norðurlands Eystra.

Þriðjudaginn 27. febrúar nk. boðar Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands Eystra, til aðalfundar á Akureyri með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður haldinn kl. 20.00 á Hótel KEA. Lesa meira

Gleðin og sorgin, systur tvær - Tilkynning

Kvennahreyfing ÖBÍ heldur fund laugardaginn 24. febrúar nk. kl. 11:00– 12:30 að Hátúni 10, á 9.hæð Lesa meira