Fréttir og Tilkynningar

Sumarlokun Gigtarfélagsins vegna sumarleyfa - 12. júlí 2021

Sumarlokun skrifstofu og iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins verður sem hér segir. Lokað verður á skrifstofu og í iðjuþjálfun frá og með 12. júlí. Opnað aftur 9. ágúst. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609.

Lesa meira

Vatnsleikfimi í júní - 19. maí 2021

 Laus pláss í vatnsleikfimi mánudaga og miðvikudaga í júní

Ætlunin er að bjóða upp á vatnsleikfimi 2. til 30. júní.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu Gigtarfélagsins, í síma 530 3600 eða með skeyti á netfangið gigt@gigt.is 


Gert er ráð fyrir 9 þjálfunartímum í júní.
Verð til félagsmanna Gigtarfélagsins er 19.935 kr, en fyrir þátttakendur utan félags 22.950 kr.
Nánari upplýsingar um vatnsleikfimi má finna hér: Hópþjálfun

Hópþjálfun hefst á mánudag 19. apríl - 14. apríl 2021

Mánudaginn 19. apríl hefst nýtt hópþjálfunartímabil í sal og sundi sem stendur út maí. Mikilvægt er að þátttakendur virði allar sóttvarnarreglur.

Um er að ræða tvo hópa í sal: Létt Jógaleikfimi klukkan 13:30 á mánudögum og fimmtudögum og Karlaleikfimi klukkan 17:15 á mánudögum og miðvikudögum.

Eins hefst vatnsþjálfun á mánudag sem verður út maí og er á mánudögum og miðvikudögum, í sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12. Fáein pláss eru laus í hópa 1, 2 og 4 í vatnsleikfiminni. Hópa og tímasetningu má sjá með því að klikka á lesa meira.

Lesa meira

Laus pláss í jógaleikfimi - 18. febrúar 2021

Mánudaga og fimmtudaga klukkan 13:30 í sal Gigtarfélagsins, Ármúla 5.

Róleg jógaleikfimi sem hentar vel eldra fólki eða þeim sem eru að byrja þjálfun eftir langt hlé eða veikindi. 

Unnið er með þol, styrk, teygjur og slökun, auk þess er lögð áhersla á fræðslu um bætta líkamsbeitingu og liðvernd. 

JogaleikfimiNánari upplýsingar um  hópþjálfun