Fréttir og Tilkynningar

Iðjuþjálfun félagsins verður lokuð um nokkurn tíma. - 12. ágúst 2019

Vegna veikinda iðjuþjálfans okkar verður iðjuþjálun félagsins lokuð um nokkurn tíma. Ekki hefur fengist iðjuþjálfi til afleysingar eða í starf á móti henni. Við biðjum alla þá sem bíða eftir þjónustu velvirðingar á þessu. Áfram verður unnið .. 

Lesa meira

Sumarlokun og Happdrætti - 18. júlí 2019

Skrifstofa Gigtarfélags Íslands er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí 2019 og opnar aftur 12. ágúst. Eins er iðjuþjálfun lokuð á sama tíma. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609. Ef lokað er kemur það fram á símsvara sjúkraþjálfunar.

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti félagsins. Vinningaskrá er að finna undir „Happdrætti“ hér á síðunni. Flýtileiðin er hér til hægri,

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður 28. maí nk. - 17. maí 2019

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28. maí nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum um kl. 20:30 mun Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur og vefstjóri kynna fyrir fundarmönnum samskipta- og upplýsingavefinn Heilsuveru. Vefurinn er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og Embætti landlæknis. Heilsuvera er vefur ..

Lesa meira

Leikfimi í sundlaug og sal - Hópþjálfun - 17. apríl 2019

Strax að loknum páskum hefst hópþjálfun félagsins á ný. Um er að ræða stutt námskeið (10 skipti) sem hefjast 24. apríl. Framboð tíma er það sama og hefur verið í vetur. Sjá tímatöflu undir þjálfun og endurhæfing / hópþjálfun / hér á síðunni. Boðið verður upp á námskeið í sundi í júní.

Lesa meira