Fréttir og Tilkynningar

Leikfimi í sundlaug og sal - Hópþjálfun - 17. apríl 2019

Strax að loknum páskum hefst hópþjálfun félagsins á ný. Um er að ræða stutt námskeið (10 skipti) sem hefjast 24. apríl. Framboð tíma er það sama og hefur verið í vetur. Sjá tímatöflu undir þjálfun og endurhæfing / hópþjálfun / hér á síðunni. Boðið verður upp á námskeið í sundi í júní.

Lesa meira

Hópþjálfun félagsins hefst 7. janúar - 4. janúar 2019

Hópþjálfun félagsins hefst 7. og 8. janúar. Sömu tímar eru í boði og voru á haustönn. Tímataflan er óbreytt. Verð óbreytt. Námskeiðin ná til 11. apríl. Inn í flesta hópa er hægt að koma þó námskeiðin séu byrjuð ef pláss leyfir.  Tímatöfluna er að finna undir, Þjálfun og endurhæfing - hópþjálfun - tímatafla, hér á síðunni.

Lesa meira

Gigtarfélagið um jól og áramót - 21. desember 2018

Gigtarfélag Íslands óskar öllum Gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þökkum öllum fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða.

Skrifstofa félagsins er lokuð frá og með 21. desember og opnar aftur mánudaginn 7. janúar. Iðjuþjálfun félagsins lokuð milli jóla og nýárs og opnar 2. janúar.  Varðandi sjúkraþjálfun er best að hafa beint samband við sjúkraþjálfara.

Hópþjálfun félagsins hefst 7. janúar. Stundatafla verður birt 2. janúar.

Lesa meira

Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag 12. október - 12. október 2018

Það var þann 12. október 1996 sem nýstofnuð alþjóðasamtök gigtarfélaga (Arthritis and Rheumatism International) ákváðu á fyrsta aðalfundi sínum í Helsinki að halda sama dag hátíðlegan ár hvert með það að markmiði að vekja athygli á málefnum gigtarfólks og þeim vanda sem gigtarsjúkdómum fylgja. Síðan hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur um allan heim, árlega. Í dag er um allan heim lögð áhersla á ...(Myndband í lokin)..

Lesa meira