Fréttir og Tilkynningar

Til hamingju með daginn! Alþjóðlega gigtardaginn! - 12. október 2020

Nú í COVID-19 faraldrinum á gigtarfólk við margþættan aukinn vanda að stríða. Sökum undirliggjandi sjúkdóma og áhættu einangra margir sig með ófyrirséðum afleiðingum er varða andlega heilsu og vellíðan. Biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum í heilbrigðiskerfinu lengjast sem felur oft í sér ómælda þjáningu og uppgjöf margra. Þá er gigt og annar stoðkerfisvandi helsta orsök veikinda á vinnustað og ótímabærra starfsloka. Efnahgslegar afleiðingar faraldursins fylla nú einnig margan gigtarskrokkinn á vinnumarkaði óöryggi. Atvinnuöryggi verður minna. Hvað er til ráða? Um það er fjallað í dag.

Lesa meira

Opnunartími skrifstofu félagsins - 21. september 2020

Frá og með deginum í dag verður skrifstofan opin alla virka daga nema föstudaga. Opnunartími er frá 10:00 til 15:00 nema annað sé auglýst.

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélagsins 27. ágúst kl. 19:30 - Venjuleg aðalfundarstörf - 18. ágúst 2020

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. ágúst nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Vegna COVID- 19 verður einungis um venjuleg aðalfundarstörf að ræða.

Lesa meira

Þorbjargarsjóður umsóknir 2020 - Umsóknarfrestur framlengdur til 30. september - 18. ágúst 2020

Stjórn Þorbjargarsjóðs hefur ákveðið að veita styrki úr sjóðnum í ár. Umsóknareyðublöð fást rafrænt á skrifstofu Gigtarfélags Íslands og þar er einnig tekið á móti umsóknum. Með hverri umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni er staðfestir gigtarsjúkdóm umsækjenda. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2020.

Lesa meira

Fréttir og Tilkynningar

Olís styrkir Gigtarfélag Íslands

Í tilefni 30 ára afmælis Gigtarfélags Íslands (GÍ) styrkti Olíuverzlun Íslands, (Olís) félagið um 300 þús kr. En eins og kunnugt er gerði Olís og GÍ fyrir um ári síðan með sér víðtækt samkomulag um útgáfu félagsskírteina félagsmanna í GÍ. Lesa meira

Vefjagigt og andleg líðan - Fræðslufundur 15. febrúar

Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 19.30 stendur Gigtarfélag Íslands fyrir fræðslufundi á Grand Hóteli Reykjavík við Sigtún um vefjagigt. Eggert Birgisson sálfræðingur mun flytja erindi sem hann nefnir: Vefjagigt og andleg líðan. Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands - Deild Norðurlands Eystra.

Þriðjudaginn 27. febrúar nk. boðar Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands Eystra, til aðalfundar á Akureyri með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður haldinn kl. 20.00 á Hótel KEA. Lesa meira

Gleðin og sorgin, systur tvær - Tilkynning

Kvennahreyfing ÖBÍ heldur fund laugardaginn 24. febrúar nk. kl. 11:00– 12:30 að Hátúni 10, á 9.hæð Lesa meira