Verkir

Langvinnir verkir og samskipti við heilbrigðisstarfsmenn

Í rannsókn þeirri sem hér er sagt frá er ekki fjallað um sjúkdóma sem valda verkjum heldur er viðfangsefnið langvinnir verkir sem hér eru skilgreindir sem verkir sem staðið hafa í  þrjá mánuði eða lengur. Reynt að skyggnast inn í hvernig þeir trufla daglegt líf og skerða heilsutengd lífsgæði, áhrifaþætti varðandi verkjatengda notkun á heilbrigðisþjónustu og reynslu fólks með langvinna verki af samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn.
Höfundurinn, Þorbjörg Jónsdóttir, er hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri. Grein þessi byggist á rannsókn sem Þorbjörg gerði á langvinnum verkjum meðal almennings á Íslandi og var hluti af doktorsnámi hennar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

Lesa meira

Hver eru tengsl gigtar og veðurs?

Veðrið er allt í kringum okkur og hefur áhrif á hið daglega líf með einum eða öðrum hætti, s.s. hvað varðar klæðaburð, ferðalög, vinnu og frístundir. Eftir að hafa rannsakað alþýðlegar veðurspár í nokkur ár í MA rannsókn minni í þjóðfræði við Háskóla Íslands og rekist á fjölmörg dæmi af reynslu fólks af því að geta spáð í veðrið, stendur ein aðferðin upp úr. Hún snertir allar þær fjölmörgu sögur af gigtarsjúklingum sem gátu/geta fundið það á líkama sínum þegar veðrabreytingar eru í vændum. Í þessari grein ætla ég stuttlega að fjalla um slíkri reynslu sem er síður en svo ný af nálinni.

Lesa meira

Sjúkraþjálfarinn ráðleggur

Grein eftir Hrefnu Indriðadóttur og Sólveigu B. Hlöðvesdóttur, sjúkraþjálfara.

Hvernig draga má úr verkjum: Langvinnir verkir, sárir verkir, seyðingsverkir, álagsverkir, dreifðir verkir. Allt eru þetta einkenni sem flestir eða allir gigtarsjúklingar kannast við og geta haft mikil áhrif á allt daglegt líf, dregið úr starfsgetu og minnkað lífsgæði. Eðlilegt er að fólk leiti sér víða hjálpar til að draga úr verkjunum. Ýmis úrræði eru í boði, læknar ráðleggja með lyf, sjúkraþjálfarar nota margs konar aðferðir til að minnka verki og margir leita í óhefðbundnar meðferðir. Allt þetta getur hjálpað og getur verið nauðsynlegt en mestu skiptir þó hvað fólk gerir sjálft dags daglega til að hafa áhrif á verkina.

Lesa meira