Fréttir og Tilkynningar

Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag 12. október - 12. október 2018

Það var þann 12. október 1996 sem nýstofnuð alþjóðasamtök gigtarfélaga (Arthritis and Rheumatism International) ákváðu á fyrsta aðalfundi sínum í Helsinki að halda sama dag hátíðlegan ár hvert með það að markmiði að vekja athygli á málefnum gigtarfólks og þeim vanda sem gigtarsjúkdómum fylgja. Síðan hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur um allan heim, árlega. Í dag er um allan heim lögð áhersla á ...(Myndband í lokin)..

Lesa meira

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Gigtarfélags Íslands - 25. september 2018

Aðalfundur Norðurlandsdeildar Gigtarfélags Íslands verður haldinn í sal Greifans, Glerárgötu 20 á 2. hæð. 
Fundurinn fer fram þann 2. október klukkan 18:00.

Dagskrá

 - Fundur settur - Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri GÍ

- "Það sem enginn sér: Langvinnir verkir, hvað veldur og viðheldur - leiðir til bata" Eydís Valgarðsdóttir, sjúkraþjálfari

- Stjórn kjörin

- Hlé -

- "Hagsmunamál gigtarfólks og hlutverk GÍ" - Emil Thoroddsen,                 framkvæmdarstjóri GÍ

- "Upplifun og reynsla heilbrigðisstarfsmanns með gigt" - Tinna               Stefándóttir, sjúkraþjálfari

- Önnur mál

- Fundi slitið

Lesa meira

Hópleikfimin hefst 5. september - 30. ágúst 2018

Hópleikfimi Gigtarfélags Íslands hefst miðvikudaginn 5. september. Sjá stundatöflu hér . Nánari upplýsingar og skráining er á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600.  Lesa meira

Fréttasafn