Fréttir og Tilkynningar

Landlæknir: Ráð til foreldra langveikra barna og ungmenna - 26. mars 2020

Embætti landlæknis hefur tekið saman ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna. Með ráðleggingunum er vonast til að foreldrar geti skipulagt umhverfi sitt miðað við þær aðstæður sem eru uppi vegna COVID-19. Til hvaða viðbragða ...

Lesa meira

Bólgueyðandi lyf og COVID-19 - 25. mars 2020

Ekki er ástæða til að hætta notkun íbúprófens. Undanfarið hafa komið fram staðhæfingar, m.a. á samfélagsmiðlum, þess efnis að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist; í þessu sambandi er átt við bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID). Engar haldbærar upplýsingar styðja það að notkun íbúprófens fylgi versnandi ástand sjúklinga með COVID-19.  Sjá nánar

Lesa meira

Öll þjónusta og starf Gigtarfélags Íslands liggur niðri vegna varna við COVID-19 - 24. mars 2020

Vegna hertra reglna í baráttunni við COVID-19 veiruna sem fela í sér samkomubann og takmarkanir er varða aðra þjónustu höfum við lokað Gigtarmiðstöðinni þar til reglunum hefur verið aflétt. Hér er átt við sjúkra- og iðjuþjálfun og skrifstofu og annað félagsstarf. Áður höfðum við hætt hópleikfimi meðan ástandið varir. 

Lesa meira

Fréttasafn