Fréttir og Tilkynningar

Sumarlokun Gigtarfélagsins vegna sumarleyfa - 12. júlí 2021

Sumarlokun skrifstofu og iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins verður sem hér segir. Lokað verður á skrifstofu og í iðjuþjálfun frá og með 12. júlí. Opnað aftur 9. ágúst. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609.

Lesa meira

Vatnsleikfimi í júní - 19. maí 2021

 Laus pláss í vatnsleikfimi mánudaga og miðvikudaga í júní

Ætlunin er að bjóða upp á vatnsleikfimi 2. til 30. júní.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu Gigtarfélagsins, í síma 530 3600 eða með skeyti á netfangið gigt@gigt.is 


Gert er ráð fyrir 9 þjálfunartímum í júní.
Verð til félagsmanna Gigtarfélagsins er 19.935 kr, en fyrir þátttakendur utan félags 22.950 kr.
Nánari upplýsingar um vatnsleikfimi má finna hér: Hópþjálfun

Hópþjálfun hefst á mánudag 19. apríl - 14. apríl 2021

Mánudaginn 19. apríl hefst nýtt hópþjálfunartímabil í sal og sundi sem stendur út maí. Mikilvægt er að þátttakendur virði allar sóttvarnarreglur.

Um er að ræða tvo hópa í sal: Létt Jógaleikfimi klukkan 13:30 á mánudögum og fimmtudögum og Karlaleikfimi klukkan 17:15 á mánudögum og miðvikudögum.

Eins hefst vatnsþjálfun á mánudag sem verður út maí og er á mánudögum og miðvikudögum, í sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12. Fáein pláss eru laus í hópa 1, 2 og 4 í vatnsleikfiminni. Hópa og tímasetningu má sjá með því að klikka á lesa meira.

Lesa meira

Fréttasafn