Fréttir og Tilkynningar
Árlegur vitundardagur vefjagigtar er í dag
Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur, dofi í útlimum, bjúgur, minnkandi kraftur, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð. Svo nokkuð sé nefnt.
Lesa meiraÍ dag er alþjóðlegur dagur rauðra úlfa (lupus)
Árlega er 10. maí notaður er til að vekja athygli á rauðum úlfum um heim allan. Markmiðið er að auka þekkingu og skilning á honum. Vekja athygli á áhrifum hans á fólk og samfélag. Allt gert til þess að auka lífsgæði fólks sem á við þennan alvarlega sjálfsofnæmissjúkdóm að stríða. Sjúkdómurinn telst til gigtarsjúkdóma og algengi hans er allnokkuð. Á heimsvísu er talið að 20 til 70 af hverju hundrað þúsundi eigi við hann að stríða. Sjúkdómurinn getur valdið bólgu í frumum sem geta svo haft áhrif á einn eða fleiri vefi ...
Lesa meira
1. maí gangan á sunnudag
Fatlað fólk úr fjötrum fátæktar! - verður krafa ÖBÍ í 1. maí göngunni á sunnudaginn. Gangan fer frá Hlemmi klukkan 13:30.
ÖBÍ verður með forgönguborða og kröfuspjöld, þeir sem vilja taka þátt í að bera spjöld eru beðnir að mæta um kl 13:00.
Hvetjum sem flesta til að taka þátt í göngunni. Hér er tækifæri til að vera sýnileg og koma okkar málum á framfæri. Fólk getur komið inn í gönguna hvar sem er á Laugaveginum og jafnvel í Bankastræti treysti það sér ekki til að fara alla gönguna.
Eftir gönguna býður ÖBÍ upp á hressingu í Hörpunni.