Fréttir og Tilkynningar

Opnunartími skrifstofu Gigtarfélagsins frá 3. júní til 17. ágúst 2020 - Sumarlokun er frá 13. júlí, opnað aftur 10. ágúst - 3. júní 2020

Skrifstofan verður opin frá 3. júní til 17. ágúst sem hér segir. Opið á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 9 til 15. Tekin verður sími á sama tíma mánudag til fimmtudags. Lokað er áfram á föstudögum. 

Árleg sumarlokun verður sem hér segir. Lokað verður á skrifstofu og í iðjuþþjálfun frá og með 13. júlí. Opnað aftur 10. ágúst. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609. 

Lesa meira

Landlæknir: Ráð til foreldra langveikra barna og ungmenna - 26. mars 2020

Embætti landlæknis hefur tekið saman ráðleggingar til foreldra langveikra barna og ungmenna. Með ráðleggingunum er vonast til að foreldrar geti skipulagt umhverfi sitt miðað við þær aðstæður sem eru uppi vegna COVID-19. Til hvaða viðbragða ...

Lesa meira

Bólgueyðandi lyf og COVID-19 - 25. mars 2020

Ekki er ástæða til að hætta notkun íbúprófens. Undanfarið hafa komið fram staðhæfingar, m.a. á samfélagsmiðlum, þess efnis að bólgueyðandi lyf á borð við íbúprófen geti valdið því að COVID-19 sjúkdómurinn ágerist; í þessu sambandi er átt við bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID). Engar haldbærar upplýsingar styðja það að notkun íbúprófens fylgi versnandi ástand sjúklinga með COVID-19.  Sjá nánar

Lesa meira

Fréttasafn