Fréttir og Tilkynningar

Til hamingju með daginn! Alþjóðlega gigtardaginn! - 12. október 2020

Nú í COVID-19 faraldrinum á gigtarfólk við margþættan aukinn vanda að stríða. Sökum undirliggjandi sjúkdóma og áhættu einangra margir sig með ófyrirséðum afleiðingum er varða andlega heilsu og vellíðan. Biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum í heilbrigðiskerfinu lengjast sem felur oft í sér ómælda þjáningu og uppgjöf margra. Þá er gigt og annar stoðkerfisvandi helsta orsök veikinda á vinnustað og ótímabærra starfsloka. Efnahgslegar afleiðingar faraldursins fylla nú einnig margan gigtarskrokkinn á vinnumarkaði óöryggi. Atvinnuöryggi verður minna. Hvað er til ráða? Um það er fjallað í dag.

Lesa meira

Opnunartími skrifstofu félagsins - 21. september 2020

Frá og með deginum í dag verður skrifstofan opin alla virka daga nema föstudaga. Opnunartími er frá 10:00 til 15:00 nema annað sé auglýst.

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélagsins 27. ágúst kl. 19:30 - Venjuleg aðalfundarstörf - 18. ágúst 2020

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. ágúst nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Vegna COVID- 19 verður einungis um venjuleg aðalfundarstörf að ræða.

Lesa meira

Fréttasafn