Fréttir og Tilkynningar

Heilsumolar - 3. febrúar 2023

SÍBS hefur framleitt örmyndböndin “Heilsumola” með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt.
Heilsumolar eru 18 örmyndbönd, en hvert myndband svarar mikilvægri spurningu varðandi svefn, streitu, mataræði eða hreyfingu. Öll myndböndin eru aðgengileg á vefnum heilsumolar.is

Lesa meira

Fundur hjá Suðurnesjadeild Gigtarfélagsins 27. janúar - 23. janúar 2023

Sælir kæru félagar

Næstkomandi föstudag þann 27. janúar klukkan 19:30 ætlum við að hittast á Marriot hóteli Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ og eiga góða stund saman yfir kaffisopa og spjalli.

Ef fólk vill fá sér mat þá er það í boði.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kær kveðja,
Stjórnin

Lesa meira

Vatnsleikfimi nýtt námskeið 9. janúar - 4. janúar 2023

Nýtt námskeið í vatnsleikfimi hefst mánudaginn 9. janúar.
Skráning stendur yfir hjá skrifstofu Gigtarfélagsins, áhugasamir vinsamlegast sendið tölvuskeyti á gigt@gigt.is
Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá undir kaflanum " Þjálfun og endurhæfing

Einnig er ætlunin að vera með jógaleikfimi og karlaleikfimi í sal. Verið er að leita að hentugri staðsetningu og verður nánar auglýst síðar.

Lesa meira

Fréttasafn