Fréttir og Tilkynningar

Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag - 12. október 2021

Í dag er Alþjóðalegi gigtardagurinn 12. október. Um heim allan leggja gigtarfélög áherslu á að kynna áhrif gigtarsjúkdóma á einstaklinga og samfélög. Okkar framlag í ár var málþing um gigtarsjúkdóma sem við nefndum „Gigtarsjúkdómar frá æsku til efri ára“ sem haldið var á laugardaginn síðasta, einnig í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Málþingi má sjá á Fb síðu félagsins.   Hlekkur

Lesa meira

Málþing - Gigtarsjúkdómar frá bernsku til efri ára - 27. september 2021

Í tilefni af 45 ára afmæli Gigtarfélags Íslands verður haldið málþing 9. október 2021 á Grand Hótel frá klukkan 10:00 til 16:00. Á þinginu verður fjallað um áhrif gigtar og úrræði.

Fyrir hádegi verða erindi með áherslu á gigtarsjúkdóma barna, erindi um gigt fullorðinna eftir hádegið og þinginu lokið með reynslusögu af barni og skóla.

Húsið opnar klukkan 9:30, heitt á könnunni. Málþingið verður í beinu streymi. Allir velkomnir! - SJÁ DAGSKRÁ        Hlekkur á málþingið   

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður 1. september kl. 19:30 - 24. ágúst 2021

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 1. september nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Vegna COVID- 19 verður einungis um venjuleg aðalfundarstörf að ræða. Fræðsluerindi bíða betri tíma. Virðum sóttvarnarreglur.

Lesa meira

Fréttasafn