Fréttir og Tilkynningar
Alþjóðlegur liðagigtardagur (RA)
Á alþjóðlega liðagigtardaginn, 2. febrúar, verður haldin stofnfundur Liðagigtarhóps (RA) innan Gigtarfélags Íslands. Fólk með liðagigt og aðstandendur þeirra er hvatt til að mæta.
Lesa meiraHandafimi og heitt vax
Nýtt 6 vikna námskeið í handafimi hefst um miðjan febrúar.
Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur sér um 6 vikna námskeið í handafimi í húsakynnum Gigtarfélagsins, Brekkuhúsum 1, Grafarvogi.
Í upphafi hvers tíma er vaxmeðferð á höndum, til að hita upp og mýkja hendur og fingur. Slökun er tekin meðan beðið er í vaxinu og síðan handa- og fingraæfingar þegar vaxið hefur verið tekið af.
Tíminn stendur í 50-60 mín.
Hver hópur mætir 1x í viku.
Vatnsleikfimi í janúar og febrúar
Nú eru að hefjast ný námskeið í vatnsleikfimi sem standa út febrúar.
Vatnsleikfimi í Grensáslaug er eingöngu fyrir konur, en í Hátúni er opið fyrir alla.
Hátúni 12
Mánudaga & Miðvikudaga – Hefst mánudaginn 6. janúar
Grensáslaug
Þriðjudaga & Fimmtudaga - Hefst þriðjudaginn 7. janúar