Fréttir og Tilkynningar

Aðalfundur landshlutadeildar G.Í. á Suðurnesjum - 14. september 2022

Aðalfundur landshlutadeildar Gigtarfélags Íslands á Suðurnesjum verður haldin þann 19. september á Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, 260 Reykjanesbæ.

Fundurinn hefst klukkan 19:30.
Að loknum aðlfundarstörfum mun Tanja Veselinovic lyfjafræðingur og heilsumeistari halda fyrirlestur um gigt og mataræði.

Allir velkomnir.
Kær kveðja,
Stjórnin

Lesa meira

Stóla Yoga hefst 8. september - 31. ágúst 2022

Stóla Yoga hefst þann 8. september í húsi Gigtarfélags Íslands, Ármúla 5. Kennt verður á fimmtudögum og laugardögum kl.14:00. Kennari er María Olsen Yogakennari.
Stóla Yoga hentar vel fyrir fólk sem glímir við gigt og stoðkerfisvanda.
Stólarnir eru notaðir sem stuðningur í yoga stöðum.
Kennt verður öndun, stöður og endum á góðri slökun.
Allt til staðar og hitt að mæta í þægilegum fatnaði.
Hver tími er 60 mín.
Verð 17.000kr fyrir 4 vikur. Félagar í GÍ fá 10% afsl.
Allar upplýsingar gefur María í síma 8616118 eða á netfanginu mariaolsen@simnet.is
Kærleikskveðja,
María Olsen.

Lesa meira

Leikfiminámskeið að hefjast - 30. ágúst 2022

Ný námskeið eru að hefjast í karlaleikfimi, jógaleikfimi og vatnsleikfimi. Leikfimin er fyrir fólk sem vill þjálfa sig og styrkja undir handleiðslu fagfólks. 
Á námskeiðunum býður Gigtarfélagið upp á hópþjálfun sem hentar fólki með gigt, fólki sem á við verkjavandamál að stríða eða þeim sem eru að hefja þjálfun eftir hlé, t.d. vegna veikinda.
JÓGALEIKFIMI hefst 8. september.
KARLALEIKFIMI hefst 5. september.
VATNSLEIKFIMI hefst 5. september.

Lesa meira

Fréttasafn