Fréttir og Tilkynningar

Lokað vegna sumarleyfa - 4. júlí 2024

Skrifstofa Gigtarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 8. júlí. Opnum aftur mánudaginn 12. ágúst. Áríðandi erindi má senda á netfangið gigt@gigt.is
Styrmir sjúkraþjálfari verður með viðverðu þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga fram í byrjun ágúst (fjarverandi mánudaga og föstudaga). Áríðandi erindi til Styrmis má senda sem skilaboð í einkasíma hans, 690 0407.

Lesa meira

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa - 26. júní 2024

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa í 100% starf. Möguleiki er á að skipta starfinu upp í tvö 50 % störf. Gigtarfélag Íslands hefur undanfarið gengið í gegnum miklar breytingar. Fyrrum framkvæmdastjóri félagsins hefur látið af störfum og félagið hefur flutt í nýuppgert og hentugt húsnæði í Brekkuhúsum 1í Reykjavík. Sá sem ræður sig í starfið hefur tækifæri til að móta starfsemi iðjuþjálfunardeildar félagsins á nýjum stað. Félagið er að ganga í gegn um mikla breytingatíma og færa sig til nútímalegri meðferðarstarfsemi og því er um spennandi starf að ræða. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðin á næstu mánuðum auk þess sem sjúkraþjálfurum verður fjölgað og kemur nýr iðjuþjálfari að því að móta starfsemi félagsins til framtíðar.

Lesa meira

Gigtarfélag Íslands auglýsir eftir sjúkraþjálfurum - 10. júní 2024

Gigtarfélag Íslands óskar eftir tveimur til þremur sjúkraþjálfurum.

Lesa meira

Fréttasafn