Fréttir og Tilkynningar

Hópþjálfun í sal - 21. janúar 2021

Mánudaginn 25. janúar er ætlunin að hefja aftur hópþjálfun í sal hjá Gigtarfélaginu.
Um er að ræða tvo hópa:
Jógaleikfimi klukkan 13:30 á mánudögum og fimmtudögum. 
Karlaleikfimi klukkan 17:15 á mánudögum og miðvikudögum.

Lesa meira

Dregið í vetrarhappdrætti Gigtarfélagsins - 18. janúar 2021

Dregið hefur verið í vetrarhappdrætti Gigtarfélagsins. Vinningaskrána er að finna undir hnappnum "Happdrætti" hér til hægri á forsíðunni.Gigtarfélagið þakkar öllum sem tóku þátt í happdrættinu. Stuðningur ykkar er okkur mjög dýrmætur. 

Lesa meira

Sundleikfimin byrjar 6. janúar - 4. janúar 2021

Sundleikfimin byrjar miðvikudaginn 6. janúar 2021. Þá höldum við áfram námskeiðinu frá í haust sem stoppað var af vegna sóttvarna. Námskeiðinu er formlega lokið 27. janúar nk. Strax í kjölfarið bjóðum við upp á annað námskeið fram að páskaviku. Nýskráning er ....

Lesa meira

Fréttasafn