Fréttir og Tilkynningar

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður 28. maí nk. - 17. maí 2019

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28. maí nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum um kl. 20:30 mun Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur og vefstjóri kynna fyrir fundarmönnum samskipta- og upplýsingavefinn Heilsuveru. Vefurinn er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og Embætti landlæknis. Heilsuvera er vefur ..

Lesa meira

Leikfimi í sundlaug og sal - Hópþjálfun - 17. apríl 2019

Strax að loknum páskum hefst hópþjálfun félagsins á ný. Um er að ræða stutt námskeið (10 skipti) sem hefjast 24. apríl. Framboð tíma er það sama og hefur verið í vetur. Sjá tímatöflu undir þjálfun og endurhæfing / hópþjálfun / hér á síðunni. Boðið verður upp á námskeið í sundi í júní.

Lesa meira

Hópþjálfun félagsins hefst 7. janúar - 4. janúar 2019

Hópþjálfun félagsins hefst 7. og 8. janúar. Sömu tímar eru í boði og voru á haustönn. Tímataflan er óbreytt. Verð óbreytt. Námskeiðin ná til 11. apríl. Inn í flesta hópa er hægt að koma þó námskeiðin séu byrjuð ef pláss leyfir.  Tímatöfluna er að finna undir, Þjálfun og endurhæfing - hópþjálfun - tímatafla, hér á síðunni.

Lesa meira

Fréttasafn