Fréttir og Tilkynningar

Sumarlokun og happdrætti - 13. júlí 2018

Skrifstofa Gigtarfélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júlí 2018 og opnar aftur 14. ágúst. Eins er iðjuþjálfun lokuð á sama tíma. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609. Ef lokað er kemur það fram á símsvara sjúkraþjálfunar.

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti félagsins......

Lesa meira

Sundleikfimi í sumar - 4. júní 2018

Gigtarfélag Íslands býður upp á vatnsþjálfun í júní milli kl: 16:00 og 17:00

Skráning fer fram á skrifstofu GÍ í síma 530 3600

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands - 14. maí 2018

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 23. maí nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð.
Að loknum hinum venjulegu aðalfundarstörfum munu þær Guðrún Agnes Einarsdóttir og Nína Kolbrún Guðmundsdóttir vera með fyrirlesturinn „Gigt og kynlíf, á það samleið?“  Þær eru báðar hjúkrunarfræðingar á Reykjalundi, Guðrún Agnes á verkjasviði og Nína Kolbrún á gigtarsviði.
Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Fréttasafn