Fréttir og Tilkynningar

Hópþjálfun - Sund hefst 2. sept. og salur 9. sept. - 27. ágúst 2019

Við höfum hafið skráningu í hópþjálfun. Vatnsleikfimin hefst 2. september, sömu tímar í boði og áður. Sjá Hópþjálfun. Karlaleikfimin hefst 9. september kl. 18:15 og leikfimi fyrir konurnar (+ 60) 12. september kl. 13:30. Tímatafla fyrir sal og sundlaug  ásamt verðdæmi má sjá ef lesið er meira.

Lesa meira

Þorbjargarsjóður - Styrkir til náms - Ungt fólk með gigtarsjúkdóm - 26. ágúst 2019

Stjórn Styrktar- og minningarsjóðs Þorbjargar Björnsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum í ár. Tilgangur sjóðsins er að styðja gigtarsjúklinga og þá einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Styrkupphæð nemur allt að 500 þúsund krónum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Gigtarfélags Íslands í síma 530 3600. Beiðni má . . . 

Lesa meira

Iðjuþjálfun félagsins verður lokuð um nokkurn tíma. - 12. ágúst 2019

Vegna veikinda iðjuþjálfans okkar verður iðjuþjálun félagsins lokuð um nokkurn tíma. Ekki hefur fengist iðjuþjálfi til afleysingar eða í starf á móti henni. Við biðjum alla þá sem bíða eftir þjónustu velvirðingar á þessu. Áfram verður unnið .. 

Lesa meira

Fréttasafn