Fréttir og Tilkynningar
Handaleikfimi og slökun
6 vikna námkeið í handafimi
Miðvikudögum klukkan 11:00 í Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík
Liðleiki og styrkur handa er ein grunnforsenda virkni daglegs lífs.
Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur ætlar að sjá um handafimi námskeið.
Tímarnir hefjast miðvikudaginn 25. september og verða einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 11:00.
Uppbygging tímans:
Farið í vax til að hita upp og mýkja hendur og fingur.
Slökun verður tekin meðan beðið er, þar sem slökun getur verið áhrifarík sem verkjameðferð.
Handa- og fingraæfingar til að viðhalda og/eða auka hreyfigetu og styrk.
Verð fyrir námskeiðið er 14.000 kr
Félagsmenn Gigtarfélagsins greiða 11.000 kr
Vatnsleikfimi
Vatnsleikfimi á vegum Gigtarfélagsins hefur verið afar vinsæl og hefst nú aftur í byrjun september.
Tveir hópar verða síðdegis á mánudögum og miðvikudögum í innilaug í Hátúni 12.
Hópur 1 klukkan 16:30
Hópur 2 klukkan 17:15
Félagsgjöld og fréttir af starfseminni
Nú er loksins komið að því að við sendum út greiðslukröfu í heimabankann vegna félagsgjalda, en af tæknilegum ástæðum urðu tafir á að hægt væri að senda þau út. Skrifstofa félagsins er lokuð vegna sumarleyfa til 12. ágúst, en spurningar eða ábendingar er hægt að senda á gigt@gigt.is Það eru bjartir tímar fram undan hjá félaginu og mikið að gerast. Síðasti vetur hefur farið í innrétta og flytja inn í glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík. Þar gerðum við miklar kröfur um að aðgengi og að félagsaðstaða væri til fyrirmyndar.
Lesa meira