Fréttir og Tilkynningar

Vatnsleikfimi - 26. ágúst 2024

Vatnsleikfimi á vegum Gigtarfélagsins hefur verið afar vinsæl og hefst nú aftur í byrjun september.

Tveir hópar verða síðdegis á mánudögum og miðvikudögum í innilaug í Hátúni 12.
Hópur 1 klukkan 16:30
Hópur 2 klukkan 17:15

Lesa meira

Félagsgjöld og fréttir af starfseminni - 26. júlí 2024

Nú er loksins komið að því að við sendum út greiðslukröfu í heimabankann vegna félagsgjalda, en af tæknilegum ástæðum urðu tafir á að hægt væri að senda þau út. Skrifstofa félagsins er lokuð vegna sumarleyfa til 12. ágúst, en spurningar eða ábendingar er hægt að senda á gigt@gigt.is Það eru bjartir tímar fram undan hjá félaginu og mikið að gerast. Síðasti vetur hefur farið í innrétta og flytja inn í glæsilegt húsnæði í Brekkuhúsum 1 í Reykjavík. Þar gerðum við miklar kröfur um að aðgengi og að félagsaðstaða væri til fyrirmyndar. 

Lesa meira

Lokað vegna sumarleyfa - 4. júlí 2024

Skrifstofa Gigtarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 8. júlí. Opnum aftur mánudaginn 12. ágúst. Áríðandi erindi má senda á netfangið gigt@gigt.is
Styrmir sjúkraþjálfari verður með viðverðu þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga fram í byrjun ágúst (fjarverandi mánudaga og föstudaga). Áríðandi erindi til Styrmis má senda sem skilaboð í einkasíma hans, 690 0407.

Lesa meira

Fréttasafn