Fréttir og Tilkynningar

Ganga og leiðsögn um Grafarvog - Laugardaginn 10. júní, klukkan 10:00-12:00 - 31. maí 2023

Styrmir Sigurðsson sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélaginu leiðir göngu umhverfis Grafarvog.
Gengið verður rólega og staldrað við hjá áhugaverðum stöðum, að sögn Styrmis er þar margt að sjá.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju.
Farið verður um sléttlendi og auðvelda göngustíga, en fyrir þau sem vilja meira krefjandi leið er hægt að taka útúrdúra.

Lesa meira

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa - 12. maí 2023

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa til starfa. Félagið leitar að jákvæðum, skipulögðum og drífandi iðjuþjálfa í 80 til 100% starf. Starfið er fjölbreytt og gefandi, krefst faglegra vinnubragða og sjálfstæðis í starfi. Viðkomandi mun taka þátt í uppbyggingu þjónustunnar þá félagið flytur í nýtt húsnæði að Brekkuhúsum 1 Reykjavík. Það væri kostur ef viðkomandi gæti hafið störf í águst.

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélagsins - Helstu nýjungar í gigtarlækningum - 7. júní kl 19:30. - 12. maí 2023

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 7. júní nk. klukkan 19:30 í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1, gengið inn frá Ármúla. Að loknum aðalfundarstörfum flytur Katrín Þórarinsdóttir gigtarlæknir fræðsluerind er hún nefnir "Helstu nýjungar í gigtarækningum"..

Lesa meira

Fréttasafn