Reynslusögur

Að lifa með gigtarsjúkdómi -

Ég er sautján ára ung stúlka sem er með vefjagigt, hef líklegast verið það lengi enaðeins nýlega greind eða fyrir rúmu ári síðan. Í rauninni er ég ekki að njóta lífsins tilfulls, enda hef ég frestað því til betri tíma og segi alltaf við sjálfa mig að ég ætliað gera hitt og þetta þegar heilsan skánar sem hún gerir sjaldnast. Mín leið þó, til aðsætta mig við sjúkdóminn, er sú að minna mig á að ég get enn gengið og fæ aðvakna upp á hverjum morgni sem ekki allir fá að gera. Ég minni mig stöðugt á að þó heilsan mín sé ekki upp á marga fiska þá er hún verri hjá mörgum öðrum...

Þessi grein barst Gigtarfélaginu til þátttöku í Stene Price samkeppnina árið 2016. Höfundur er Máney Nótt Ingibjargardóttir

Lesa meira

Sárt að sjá börnin sín þjást

Gigt er sársaukafullur sjúkdómur sem þeir vita sem við hana stríða. En það er ekki aðeins einstaklingurinn sem í hlut á sem þjáist – aðstandendur líða líka. Það er sárt að sjá ástvinum sínum líða illa. Gunnfríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur á tvo syni sem eru með gigt og tók Guðrún Guðlaugsdóttir viðtal við hana þar sem þær ræddu um áhrif gigtarinnar á líf sonanna og fjölskyldunnar. 

Lesa meira

Líður best á sviðinu

Stjarnan okkar úr Júróvisjón, hún Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem árið 2009 komst í annað sæti í þeirri merku keppni, er gigtarsjúklingur. Á strigaskóm gekk hún með bólgna fætur að sviðinu þetta örlagaríka kvöld, skipti þar um skó og sló svo rækilega í gegn í bláa kjólnum sínum. Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður, tók Jóhönnu Guðrúnu tali og ræddi við hana um, meðgönguna, móðurhlutverkið og hvernig gigtin hefur haft áhrif á líf hennar. 

Lesa meira

Ekki taka þessu of hátíðlega

Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Jón Kristinn Sveinsson.
Hryggikt hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þetta er sjaldgæfur en oftast sársaukafullur sjúkdómur. Jón Kristinn Sveinsson fór að finna fyrir einkennum frá baki sem unglingur
Lesa meira

Staðan er grafalvarleg

Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Margréti Benjamínsdóttur

Hún tekur á móti mér brosandi. Hugrökk kona Margrét Benjamínsdóttir. Hún er mikið veik, ekki aðeins er hún með sóragigt og vefjagigt. Hún er með drep í öllum stærri liðum líkamans. Við setjumst niður á fallegu heimili hennar að Hátúni 10 og hún segir fram sína lífsreynslusögu, sem er áhrifamikil í meira lagi.

Lesa meira

Hef ekki látið gigtina stjórna lífi mínu

Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Þórdísi Magnúsdóttur


Niður við sjó í Kópavogi býr Þórdís Magnúsdóttir fyrrum framhaldsskólakennari. Hún tekur á móti mér, albúin að segja sögu sína af „sambúðinni við gigtina“, eins og hún orðar það. Í forstofunni er stafli af pappakössum og hækjur standa þar við einn vegginn. Húsmóðirin býður mér til stofu, þar sem piparkökur og kaffibolli bíða mín. Svo sest Þórdís á móti mér við borðstofuborðið, yfirveguð í bragði, með „stóíska“ ró í svipnum. Fallega brosmild þrátt fyrir vissa hlédrægni í upphafi samtalsins.

Lesa meira

Hristi af sér gigt á mettíma

Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Björgvin Pál Gústafsson.


Við Björgvin Páll Gústafsson markmaður hjá SC Magdeburg í Þýskalandi hittumst í Lifandi markaði laugardaginn áður en hann lék með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu, þar sem íslenska liðið tryggði sér þáttöku í næsta Evrópumóti árið 2014 í Danmörku. En í september sl. var Björgvin fárveikur af gigtsjúkdómi og næsta ótrúlegt þá að hann stæði í marki á næstunni.

Lesa meira

“Þú ert eins og gamalmenni með liðagigt”

" Þú ert eins og gamalmenni með liðagigt" er setning sem hefur ratað í eyrun mín í ófá skipti en svo vill til að sú er raunin í mínu tilfelli. Þegar ég var tveggja ára gömul var ég lögð inná Landspítalann í nokkra daga og í kjölfarið greind  með liðagigt. Þar sem ég var mjög ung var vonast eftir því að þetta væri barnaliðagigt sem myndi eldast af mér. Svo var ekki og í dag stend ég tuttugu árum seinna smjattandi á bólgueyðandi gigtalyfjum.

Lesa meira

Ekki gefast upp þó þér sé illt!

Gigt er ekki sýnilegur sjúkdómur hjá Rakel Sjöfn Hjartardóttur núna. Ný lyf hafa losað hana við erfið einkenni sóragigtar sem hefur þjáð hana frá bernskuárum. Það er ekki að sjá að neinir erfiðleikar plagi þær mæðgur Rakel og móður hennar Lindu Bragadóttur þegar ég kem inn í eldhúsið til þeirra á heimili þeirra. Viðtalið tók Guðrún Guðlaugsdóttir fyrir Gigtina.

Lesa meira

Er hægt að líta það jákvæðum augum að greinast með gigt?

Ég hef alltaf litið svo á að hægt sé að gera sig veikari með því að velta sér upp úr óþægindunum og sjúkdómseinkennum og að sama skapi getur maður unnið bug eða bælt niður sjúkdóminn með jákvæðni og viljastyrk. Auðvitað leggjast þessir sjúkdómar mismunandi á fólk og fólk er í mismunandi stöðu til að takast á við þá. Í þessari grein ætla ég að segja stuttleg sögu mína og því hvernig mér hefur tekist að vinna á mínum sjúkdómi og þar tel ég að jákvætt hugarfar hafi hjálpað mikið til, ótrúlegt en satt!

Lesa meira

Helga - þú hefur sterka fætur

Konan sem við erum á leið að heimsækja er samkvæmt upplýsingum mínum elst fimm systra, þar af eru fjórar með gigt, sem og móðir þeirra og dóttir hennar sjálfrar. Þetta sagði Helga Margrét Guðmundsdóttir mér áður en ég lagði af stað til Hafnarfjarðar til að ræða við hana.  Lengst af bjó Helga í Keflavík og í símasamtali okkar sagði hún hlægjandi að henni fyndist stundum næstum eins langt að fara úr miðbæ Reykjavíkur og heim til sín eins og henni fannst áður að aka á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Ég er ekki fjarri því að vera sammála henni eftir að hafa ekið um í ókunnu hverfinu dágóða stund.  Helga Margrét stendur fyrir utan húsið þegar ég loks renni í hlað.  Ég fer út úr bílnum, sný baki í fell sem er ofan við raðhúsin við Kríuás og geng með Helgu Margréti úr kuldanum inn í hlýjuna.

Lesa meira

Mikilvægt að virða sársaukamörk

Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður, tók Guðrúnu Sigríði Jónsdóttur tali og spjölluðu þær um vefjagigt og áhrif hennar. Guðrún Sigríður var 37 ára þegar hún fór að finna fyrir vefjagigtarsjúkdómnum og ræðir hún um verkina sem ekki sjást og hvernig hún hefur tekist á við þá.  Lesa meira