Rauðir úlfar
Rauðir úlfar og sólaróþol
Svala Björgvinsdóttir þýddi.
Útfjólublátt ljós (UV-ljós) getur haft áhrif á sjúkdóminn rauða úlfa og komið af stað einkennum eins og útbrotum, hækkuðum líkamshita, þreytu og verkjum. Sólin er aðaluppspretta UV-ljóss. Þess vegna er mikilvægt að vernda sig sem mest gagnvart sólinni, en einnig er mikilvægt að forðast notkun ljósabekkja. Ýmsar aðstæður tengdar ljósum geta haft áhrif á sjúkdóminn, það getur m.a. átt við um halogenljós, fluorljós, lýsingu af ljósritunarvélum og tölvuskermum. Þættir eins og streita, ónóg hvíld, tilfinningalegt álag, áfengis- eða lyfjaneysla geta einnig leitt til húðútbrota.
Lesa meira