Áhugahópar
Innan GÍ eru starfandi áhugahópar tengdir mismunandi gigtarsjúkdómum og aldurshópum.
Hóparnir sjá um fræðslu og jafningjastuðning fyrir félaga þar sem miðlað er út frá reynslu. Markmiðið er að gefa fólki með hliðstæða sjúkdóma og reynslu, aðstandendum þeirra tækifæri á að hittast, kynnast, miðla þekkingu og styðja hvert annað.
Hóparnir
- Spjallhópur Gigtarfélagsins , Í þessum hópi getur fólk með ólíka gigtarsjúkdóma komið saman í einum stað og spurt spurninga, fengið ráð og deilt upplýsingum
- Barnagigt áhugahópur - Hópur foreldra og barna með gigt
- Ungt fólk með gigt. Hér getur fólk u.þ.b. 18-40 spjallað, deilt reynslu og upplýsingum og stutt við hvert annað.
- Hryggiktarhópur Markmið hópsins er að gefa fólki með hliðstæða sjúkdóma og reynslu, tækifæri á að hittast, kynnast, miðla þekkingu og styðja hvert annað
- Liðagigtarhópur /iktsýki, Psoriasisgigt. Markmið hópsins er að skapa vettvang þar sem þeir sem lifa með liðagigt geta: >Deilt reynslu, áskorunum og sigrum. >Fengið fræðslu og innsýn í nýjustu meðferðir og lífsstílsráð. >Fundið stuðning, samkennd og hvatningu frá öðrum sem skilja hvernig það er að lifa með þessum sjúkdómi.
- Lupushópur (rauðir úlfar)
- Sjögrenhópur
- Slitgigtarhópur
- Vefjagigtar- og síþreytuhópur
- Þvagsýrugigtarhópur
- Leshringur
Allar upplýsingar um hópana fást á skrifstofu GÍ í síma
530 3600.
Netfang:
gigt@gigt.is