Sjóðir

Hjá Gigtarfélaginu eru þrír sjóðir með mismunandi markmið og tilgang en eru allir í þágu gigtveikra. 

Styrktarsjóður gigtveikra barna

Markmið sjóðsins

Markmið sjóðsins er að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum, tómstundastarfs og hjálpartækja. Í sjóðinn er hægt að sækja um styrk í nafni allra gigtarbarna (0 til 18 ára) með lögheimili á Ísland. Stefnt er að því að stjórn sjóðsins úthluti árlega styrkjum úr sjóðnum að undangenginni auglýsingu.

Stjórn sjóðsins

Stjórn sjóðsins skipa

Sunna Brá Stefánsdóttir formaður stjórnar, Dóra Ingvadóttir, Kristín Birna Halldórsdóttir, Zinajda Alomerovic Licina og Gunnfríður Ólafsdóttir.Vísindasjóður

Tilgangur sjóðsins 

Tilgangur Vísindasjóðs Gigtarfélags Íslands er að efla rannsóknir og þróun vísinda innan gigtsjúkdómafræðinnar. Vísindaráð Gigtarfélags Íslands fer með stjórn sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutun.   

Úthlutun og umsóknarfrestur 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um úthlutun í ár, komi til úthlutunar verður það auglýst nánar. 

Þorbjargarsjóður

Tilgangur

Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar Björnsdóttur, er sjóður sem er í vörslu Gigtarfélags Íslands. Tilgangur sjóðsins er að styðja gigtarsjúklinga og þá einkum unga gigtarsjúklinga til náms. Styrkupphæð undanfarin ár hefur numið u.þ.b. 300 þúsund krónum.

Stjórn sjóðsins

  • Auður Inga Einarsdóttir, formaður
  • Gerður Gröndal, ritari
  • Dóra Ingvadóttir, meðstjórnandi

Styrkveiting 2015 

Úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2014 fór fram 4. desember sl. Styrkþegar voru Brynhildur Þóra Þórsdóttir og Elín Rós Jónasdóttir. Hvor um sig hlaut kr. 100.000-. 

Umsóknarferli fyrir 2018 

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Gigtarfélags Íslands. Með hverri umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni er staðfestir gigtarsjúkdóm umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember  2018.  Stefnt er að úthlutun ekki síðar en 12. desember 2018.


Sjóðir

Persónupplýsingar

Upphæð framlags

Sjóðir