Námskeið

Markmiðið er að miðla aukinni þekkingu til þátttakenda um sjúkdóm sinn, afleiðingar hans og hvað þeir geti sjálfir gert til að stuðla að betri líðan.

Námskeiðin eru ætluð einstaklingum með gigtarsjúkdóma og aðstandendum þeirra. Annarsvegar eru í boði grunnnámskeið þar sem gengið er út frá ákveðnum gigtarsjúkdómi og hins vegar sjálfshjálparnámskeið sem eru fyrir fólk með mismunandi gigtarsjúkdóma.
Miðað er við 12 - 14 þátttakendur á hverju námskeiði. Grunnnámskeið eru um vefjagigt, slitgigt, iktsýki og hryggikt og verða þau auglýst sérstaklega.