Tryggingastofnun

Hlutverk Tryggingastofnunar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni er falið að framkvæma. Upplýsingar um réttindi sjúkratryggðra á Íslandi má finna á vef stofnunarinnar, www.tr.is

Bifreiðamál

Einstaklingar með hreyfihömlun geta átt rétt á uppbót til reksturs eða kaupa bifreiðar og/eða styrkjum til bifreiðakaupa. Með líkamlegri hreyfihömlun er átt við sjúkdóm eða fötlun sem skerðir verulega færni til að komast ferða sinna. Þar er fyrst og fremst um að ræða:

  • Lömun eða skertan hreyfanleika í ganglimum af völdum sjúkdóms eða fötlunar
  • Mæði vegna hjarta- eða lungasjúkdóma
  • Annað sambærilegt

Markmið með styrkjum og uppbótum vegna bifreiða að gera hreyfihömluðum einstaklingum kleift að stunda atvinnu, skóla og sækja reglubundna endurhæfingu eða læknismeðferð. Frekari upplýsingar um bifreiðamál má finna hér

Tekið af síðu Tryggingastofnunarinnar í febrúar 2016