Líf með gigtarsjúkdómum
Gigtarsjúkdómar geta haft þau áhrif að maður þurfi að taka tillit til breyttra aðstæðna og finna nýtt jafnvægi í lífinu. Það er kannski ekki hægt að gera alla hluti á sama hátt og þegar maður var frískur, en margt er engu að síður hægt að gera til að stuðla að aukinni vellíðan og innihaldsríku lífi.
Áhrif sjúkdóms á daglegt líf
Hreyfing eða þjálfun getur til dæmis orðið hluti af daglegu lífi margra, algengt er að fólk velti fyrir sér tengslum mataræðis og gigtar og reyni að bæta líðan sína með breyttu mataræði. Að geta haldið áfram að stunda vinnu eða áhugamál án verkja eða hreyfiskerðingar getur skipt sköpun o.s.frv.
Aukin þekking
Hér eru greinar sem við vonum að geti stuðlað að aukinni þekkingu og skilningi á áhrifum gigtarinnar á daglegt líf og ýmislegt sem hægt er að gera til að stuðla að auknum lífsgæðum. Greinarnar eru af ýmsum toga og fjalla m.a. um tómstundir, sjálfshjálp, hreyfingu, starfsendurhæfingu, mataræði, hjálpartæki, kynlíf, meðgöngu og sögur gigtarfólks um reynslu sína.