Umsóknareyðublöð
Þorbjargarsjóður
Styrktar- og minningarsjóður Þorbjargar
Björnsdóttur er sjóður sem er í vörslu Gigtarfélags Íslands. Tilgangur sjóðsins
er að styðja gigtarsjúklinga og þá einkum unga gigtarsjúklinga til náms.
Þegar stjórn sjóðsins hefur ákveðið að úthluta styrkjum er það auglýst á heimasíðunni. Umsóknareyðublöð verður að nálgast á skrifstofu félagsins og þau send rafrænt samkv. beiðni í síma 530 3600 eða á netfangið gigt@gigt.is
Styrktarsjóður gigtveikra barna
Markmið sjóðsins
er að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra.
Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum,
tómstundastarfs og hjálpartækja. Í sjóðinn er hægt að sækja um styrk í
nafni allra gigtarbarna (0 til 18 ára) með lögheimili á Ísland.
Úthlutun úr sjóðnum fer fram fyrri hluta hvers árs að undangenginni auglýsingu.
Vísindasjóður
Stjórn vísindasjóðs
hefur ekki tekið ákvörðun um úthlutun styrkja að sinni.
Nánar auglýst síðar.