Starfsemin

Markmið Gigtarfélags Íslands er að auka lífsgæði fólks með gigtarsjúkdóma og fjölskyldna þeirra.

Starfsemi Gigtarfélags Íslands er margþætt.  Auk félagsstarfs stendur Gigtarfélagið fyrir hópþjálfun fyrir gigtarfólk í vatnsleikfimi og handafimi. Félagið heldur námskeið og fræðslufundi um gigtarsjúkdóma og tengd efni. Í húsnæði félagsins hafa áhugahópar félagsins athvarf, en jafningjafræðsla er mikilvægur þáttur í starfseminni. Landshlutadeildir eru starfandi á landsbyggðinni.

Auk hópþjálfunar, félagsstarfs, þjónustu sjúkra- og iðjuþjálfunar getur fólk leitað eftir almennri ráðgjöf og upplýsingum, sótt fræðslu sem í boði er, sótt leikfimi fyrir gigtarfólk (er öllum opin) og sótt jafningjastuðning/fræðslu í áhugahópana.