Heilkenni Sjögrens

Sjögrens sjúkdómur

Grein eftir dr. Júlíus Valsson gigtarlækni.

Sjögrens sjúkdómur er ekki sjúkdómur í venjulegum skilningi, heldur svokallað "heilkenni" (lat: syndrom) þ.e. samsafn sjúklegra einkenna, sem geta átt sér fleiri en eina orsök. Sjúklegar breytingar koma fram í útkirtlum líkamans svo sem tára- og munnvatnskirtlum en geta einnig komið fram í útkirtlum annarra líffæra svo sem í lungum, meltingarfærum, húð og leggöngum. Sjúkdómurinn getur lagst á hvaða kirtil líkamans sem er, jafnvel innkirtla (t.d. skjaldkirtilinn og nýrnahetturnar). Þeim sem hafa liðagigt eða rauða úlfa er sérstaklega hætt við sjúkdómnum. Um 90% af sjúklingunum eru konur og kemur hann oftast fyrir hjá fólki yfir fimmtugt en einnig í yngri aldurshópum jafnvel hjá börnum.

Lesa meira

Ellefu mismunandi blæbrigði þreytunnar

Svala Björgvinsdóttir þýddi þessa grein sem Teri Rumpf sálfræðingur skrifaði.

Eitt þeirra einkenna sem fylgir flestum gigtsjúkdómum er þreyta. Um er að ræða þreytu sem er ólík venjulegri þreytu þar sem hún tengist ekki virkni einstaklingsins. Gigtarfólk finnur mismunandi mikið fyrir þreytunni. Sumir upplifa hana ekki sem neitt vandamál meðan aðrir upplifa hana sem mjög erfiða. Hjá sumum gengur hún í bylgjum meðan aðrir upplifa hana sem stöðugan fylginaut. Þreytan getur verið yfirþyrmandi, ófyrirsjáanleg, án sýnilegrar orsakar og hefur áhrif á alla þætti daglegs lífs.

Lesa meira