Hvað er psoriasisgigt?

Spurning:

Hvað er psoriasis gigt? Þarf einstaklingur með slíka gigt að vera með psoriasis útbrot? Er psoriasis gigt meðhöndluð í Bláa lóninu?

Svar:

Á Gigt.is undir flokknum sjúkdómar er ítarleg grein eftir Björn Guðbjörnsson gigtarlækni um þessa tegund gigtar. Hún heitir Sóragigt (Psoriasis arthritis) og kemur fram undir því leitarorði.

Í þessari grein kemur m.a. fram að stærstur hluti þeirra sem fá sóragigt er með húðútbrot líka en talið að hjá um 15% einstaklinga byrji gigtin á undan húðsjúkdómnum.

Psoriasis- og exemsjúklingar geta átt rétt á sérstakri meðferð í Bláa lóninu að undangengnu mati læknis og samþykki húðlæknis Bláa lónsins og er meðferðin fólgin í böðun í sérstakri meðferðar­laug og ljósa- og rakakremsmeðferð. Engin sérstök meðferð er þar í gangi fyrir gigtarfólk.

Með kveðju, Gigtarlínan.