Iktsýki
Mælitæki gigtsjúkdóma - Ný viðmið, upprunnin frá sjúklingum
Grein eftir Gunnar Tómasson, gigarlækni
Sjúklingar og læknar hafa nokkuð ólíka sýn á hvaða einkenni skipta mestu varðandi sjúkdómsbyrði gigtsjúkdóma[1, 2]
Sjúklingar nefna gjarnan verki, þreytu, stirðleika, skertan svefn og minnkaða þátttöku í félagslegum athöfnum en læknar líta frekar á niðurstöður úr blóðprufum, fjölda bólginna liða og liðskemmdir á röntgenmyndum. Ólíkt því sem á við í rannsóknum á illkynja sjúkdómum og hjarta- og æðasjúkdómum, er ósennilegt að mögulegt verði að meta gagnsemi gigtarmeðferða út frá áhrifum þeirra á lífslengd og sjúkrahúsinnlagnir. Því hafa þeir mælikvarðar sem notaðir eru til að meta gagnsemi gigtarmeðferða verið „hannaðir“ með það að markmiði að mæla sem best sjúkdómsvirkni gigtsjúkdóms. Í upphafi var þróun mælikvarða nánast eingöngu í höndum lækna en á síðustu árum hefur þátttaka sjúklinga í þeirri vinnu stóraukist. Verður nú gerð grein fyrir tilurð mælitækja á virkni gigtsjúkdóma og hvernig aukin aðkoma sjúklinga er líkleg til að stuðla að framförum í meðferð. Lesa meiraBÓLGUGIGT OG HJARTAÁFÖLL - AUKIN ÁHÆTTA – NÝJAR LEIÐBEININGAR
Grein eftir Þorvarð Jón Löve, gigtarlækni
Bólgugigt er sá flokkur gigtsjúkdóma þar sem sjálfsónæmi sem veldur viðvarandi bólgum og skemmdum er lykilþáttur í meingerð sjúkdómsins. Til þessa flokks teljast til dæmis iktsýki, sóragigt, hryggikt og rauðir úlfar, en slitgigt og vefjagigt eru ekki bólgugigtarsjúkdómar. Þessi pistill, eftir Þorvarð Jón Löve, gigtarlækni, fjallar eingöngu um tengsl bólgugigtar við hjartasjúkdóma, en engin slík tengsl eru þekkt í slitgigt eða vefjagigt.
Lesa meiraMataræði og iktsýki
Grein eftir Kolbrúnu Einarsdóttur næringarfræðings.
Trúin á að mataræði lækni eða bæti líðan fólks hefur löngum búið með okkur mönnum. Því er ekki öðruvísi farið með gigtarsjúkdóma en löngum hefur fólk með þá sjúkdóma leitað leiða til að lækna eða bæta líðan sína með ýmsu mataræði. Í nokkrum faraldsfræðilegum rannsóknum hefur komið fram að mögulega sé minni tíðni iktsýki í þjóðfélagshópum þar sem fiskneysla er mikil eða mikil neysla á einómettuðum fitusýrum eða mikil ávaxta- og grænmetisneysla. Í rannsóknum á tengslum mataræðis og iktsýki sést að sumir verða betri af sínum sjúkdómseinkennum með breyttu mataræði. Jákvæð áhrif eru þekkt við föstu og með inntöku lýsis eða omega-3 fitusýra. Þá hefur mismunandi grænmetisfæði virst geta bætt líðan margra og einnig fæði sem líkist því sem Miðjarðarhafsbúar borða.
Lesa meiraNýjungar í meðferð liðagigtar
Grein sem birtist í Gigtinni 2. tbl.2003, eftir dr. Kristján Steinsson yfirlækni á Gigtardeild LSH.
Lesa meira