Sjúkraþjálfarar og Iðjuþjálfar

Gigtarfélag Íslands óskar eftir sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa. Félagið flytur á næstunni í nýtt húsnæði að Brekkuhúsum 1, þar sem verður vel búið að sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. 

Sjúkraþjálfari óskast

Gigtarfélag Íslands óskar eftir sjúkraþjálfara í 50% starf, möguleiki er á að skoða hærra starfshlutfall.  Hagstæð aðstöðugjöld. Óskum eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Sjúkraþjálfun Gigtarfélags Íslands hefur verið starfrækt í yfir 30 ár og starfa þar 2 sjúkraþjálfarar með mikla reynslu. Hjá félaginu er starfrækt hópþjálfun í vatni og í sal. Einnig er aðgangur að jafningjafræðslu, áhugahópum félagsins og ráðgjöf fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa aukinn stuðning og fræðslu. 

Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist sjórn Gigtarfélags Íslands á netfangið gigt@gigt.is

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál

Iðjuþjálfi óskast

Iðjuþjálfi óskast í 70 til 100% starf. Starfið er fjölbreytt og gefandi, krefst faglegra vinnubragða og sjálfstæðis í starfi. Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. 

Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist sjórn Gigtarfélags Íslands á netfangið gigt@gigt.is

Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál