Iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar

Gigtarfélag Íslands óskar eftir iðjuþjálfa og sjúkraþjálfurum, sjá nánar hér neðar.

Gigtarfélagið hefur undanfarið gengið í gegnum miklar breytingar og flutti nýlega í nýtt húsnæði að Brekkuhúsum 1, þar sem er vel búið að sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Nýtt starfsfólk hefur tækifæri til að móta starf sitt og taka þátt í að móta starfsemi félagsins á nýjum stað. Gigtarfélagið leggur áherslu á nútímalegt meðferðarstarf og því er um spennandi störf að ræða.

Iðjuþjálfi óskast

Gigtarfélag Íslands óskar að ráða iðjuþjálfa í 100% starf. Möguleiki er á að skipta starfinu upp í tvö 50% störf.
Tilgangur iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins er að hjálpa fólki að bæta og viðhalda hreyfifærni og auka þannig lífsgæði.
Starfið er fjölbreytt með fólki á öllum aldri með gigt. Það er gefandi og krefst faglegra og sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæðis.
Unnið er samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar sem meðal annars býður upp á möguleika á meðferð á staðnum en einnig upp á ráðleggingar á heimili og fleira.

Hæfnikröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta nauðsynleg

Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Dóru Ingvadóttur formanni Gigtarfélags Íslands á netfangið dora@gigt.is
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Sjúkraþjálfarar óskast

Gigtarfélag Íslands óskar eftir tveimur til þremur sjúkraþjálfurum í 100% starf. Möguleiki er á að skipta störfunum upp í 50 % störf. 
Flestir skjólstæðingar sjúkraþjálfunarinnar er fólk öllum aldri með gigtarsjúkdóma, sem flestir eru í langtímameðferð og því gefst tækifæri til að vinna með hvern einstakling til lengri tíma. Félagið hefur yfir að ráða litlum sal þar sem hægt er að sinna hópþjálfun.
Hæfnikröfur:

  • Íslenskt starfsleyfi til sjúkraþjálfunar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Íslenskukunnátta

Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Dóru Ingvadóttur formanni Gigtarfélags Íslands á netfangið dora@gigt.is
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.