Aðstaða fyrir sjúkraþjálfara eða sjúkranudddara

Gigtarfélag Íslands óskar eftir sjúkraþjálfara

Gigtarfélag Íslands óskar eftir sjúkraþjálfara í 50% starf, möguleiki er á að skoða hærra starfshlutfall.  Sjúkraþjálfun Gigtarfélags Íslands hefur verið starfrækt í yfir 30 ár og starfa þar 5 sjúkraþjálfarar, allir með mikla reynslu. Hér eru tveir lokaðir meðferðarklefar og 8 klefar með tjöldum á milli, í sama rými er starfrækt iðjuþjálfun og innan Gigtarfélagsins er starfrækt fjölbreytt hópþjálfun, einnig er aðgangur að jafningjafræðslu, áhugahópum félagsins og ráðgjöf  fyrir þá skjólstæðinga sem þurfa aukinn stuðning og fræðslu. Hagstæð aðstöðugjöld.Óskum eftir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Áhugasamir sjúkraþjálfarar geta haft samband við  Þórunni Díönu Haraldsdóttur yfirsjúkraþjálfara í síma 898 0387 eða með tölvupósti thorunn7@gmail.com  

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál