P - Merki
Hvaða rétt veitir P-merkið
Til að fá svokallað P-merki þarf að sækja um stæðiskort. Stæðiskort veitir hreyfihömluðum heimild til að leggja ökutæki hvar sem er á landinu í bifreiðastæði sem eru auðkennd með þar til gerðu umferðarmerki. Hreyfihamlaðir einstaklingar með P-merki geta einnig sótt um leyfi til að leggja í stæði þar sem gjaldskylda er (stöðumælir).
Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á vef Þekkingarmiðstöðvar Sjálfsbjargar .