Mataræði

Mjólkursykursóþol

Mjólkursykursóþol (lactose intolerance) er algengt í heiminum en geta flestra til að melta mjólkursykur (lactose) minnkar með aldrinum. Hægt er að fá óþolið á barnsaldri og tiltölulega algengt er að þetta komi fram á unglingsárum en einkenni geta í raun komið á hvaða aldri sem er. Um tveir þriðju hluti manna í heiminum hefur mjólkursykursóþol og er tíðnin mismunandi eftir kynstofnum og er t.d. mun lægri í Norður-Evrópu en í Asíu.
Í þessari grein fjallar Kolbrún Einarsdóttir, næringarfræðingur, um mjólkursykursóþol, einkenni, greiningu og gefur líka góð ráð. 

Lesa meira

Bitur sannindi um sætindi

Sykur er mikilvægur þáttur í lífsstíl okkar og í því sem næst hverri einustu máltíð dagsins neytum við matar og drykkjar með sykri. Við verðum því að vera betur vakandi fyrir því hvað við látum ofan í okkur af fæðu ýmist með sykri eða gervisykri. 

Lesa meira

Mataræði og gigt

Grein eftir Kolbrúnu Einarsdóttur, næringarfræðing. Birt í Gigtinni 2009.

Mataræði sem byggir á ráðleggingum Lýðheilsustöðvar leitast við að hafa áhrif á tíðni ýmissa sjúkdóma í þjóðfélaginu og tryggja fólki góða næringu þannig að líkaminn fái það sem hann þarf og haldi sinni kjörþyngd. Margt bendir til þess að fæði byggt á þessum ráðleggingum sé einnig það mataræði sem henti fólki með gigtarsjúkdóma. Flestar rannsóknir sem gerðar hafa verið á mataræði og gigt eru gerðar á fólki með iktsýki eða liðagigt. Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að val á fitutegund, regluleg fiskneysla og að borða vel af grænmeti og ávöxtum skipti máli varðandi einkenni og þörf á lyfjameðferð. 

Lesa meira

Þú getur komið í veg fyrir þvagsýrugigtarkast

Grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur og Svölu Björgvinsdóttur.

Það er hægt að kalla þvagsýrugigt "jólasjúkdóm" þar sem jólahátíðin með öllu sem henni tilheyrir í mat og drykk er nefnilega það tímabil þar sem algengast er að fólk fái þvagsýrugigtarkast. Sem dæmi er mikilvægt að takmarka áfengisneyslu. Það þarf ekki mikið magn af bjór, víni og sterkum vínum til að hækka þvagsýrumagnið í blóði.Borðið ekki mikið af mjög feitum mat. Mikil fituneysla getur hækkað þvagsýru í blóði. Drekkið vel af vatni, 6 - 8 glös á dag. Sykurlausir drykkir eða kolsýrt vatn með bragði er í lagi að nota til tilbreytingar frá vatninu. Þetta minnkar hættuna á að mynda þvagsýrusteina.

Lesa meira

Mataræði og iktsýki

Grein eftir Kolbrúnu Einarsdóttur, næringarfræðing. Birt í Gigtinni 2003.

Trúin á að mataræði lækni eða bæti líðan fólks hefur löngum búið með okkur mönnum. Því er ekki öðruvísi farið með gigtarsjúkdóma en löngum hefur fólk með þá sjúkdóma leitað leiða til að lækna eða bæta líðan sína með ýmsu mataræði. Gigtarsjúkdómar eru margir og ekki hægt að reikna með að sama mataræði bæti líðan fólks með mismunandi gigtarsjúkdóma. Flestar rannsóknir síðustu ára hafa beinst að tengslum mataræðis og iktsýki (liðagigtar) og í þessari grein er fjallað um það sem komið hefur fram á því sviði síðustu áratugi.

Lesa meira