Fræðsla og ráðgjöf

Markmið fræðslu GÍ er að auka þekkingu á gigtarsjúkdómum. Eitt mikilvægasta tækið í baráttunni við gigtarsjúkdóma er að hafa sem víðtækasta þekkingu um sjúkdóminn og nota fyrirbyggjandi aðferðir til að auka færni og bæta líðan.

Gigtarfélag Íslands heldur fræðslufundi, námskeið og gefur út tímarit og bæklinga.
Félagið skipuleggur fræðslustarfið í samráði við áhugahópa félagsins og fagaðila er að verkefnum koma.