Fæðubótaefni

Óhefðbundin lyf til meðferðar á slitgigt

Á síðustu áratugum hafa fjölmörg óhefðbundin lyf og fæðubótarefni verið prófuð á kerfisbundinn hátt sem meðferð við gigtsjúkdómum. Þegar grannt er skoðað, má finna niðurstöður fjölmargra slíkra rannsókna í viðurkenndum tímaritum í læknisfræði. Þar hafa menn notað aðferðir hefðbundinnar læknisfræði til að meta hvort ýmis óhefðbundin lyf virki í raun og veru eða hvort ávinningurinn af inntökunni sé háður því að menn trúi staðfastlega á það sem þeir eru að taka inn. Í þessu sambandi er mest mark tekið á svonefndum tvíblindum samanburðarrannsóknum.

Lesa meira

Liðaktín og skyld efni - virka þau við slitgigt?

Miðað við þann gífurlega vanda sem slitgigt er, hafa framfarir í meðferð sjúkdómsins verið ótrúlega hægar. Áfangasigrar hafa unnist með nýjum lyfjum í mörgum gigtarsjúkdómum og má þar nefna iktsýki og beinþynningu, en hornsteinar lyfjameðferðar við slitgigt í dag eru verkjalyf og bólgueyðandi lyf eins og verið hefur alla síðustu öld. Mikil leit fer nú fram að lyfjum sem geta haft áhrif á gang sjúkdómsins, þ.e. lyfjum sem geta hægt á slitgigtinni. Í dag er vitað um nokkra tugi lyfja sem virðast geta hægt á slitgigt í dýrum og/eða hafa jákvæð áhrif á brjóskfrumur í ræktun. Í þessum flokki má telja innihaldsefnin í liðaktíni.

Lesa meira