Gerviliður í mjöðm

Lífsgæði eftir gerviliðaaðgerðir

Grein eftir Brynjólf Y. Jónsson, bæklunarlækni

Liðskipti, einkum í mjöðmum og hnjám þar sem ísetning svokallaðra gerviliða á sér stað, hafa verið stunduð í nokkra áratugi. Árangur aðgerða er almennt góður og vegna fjölda aðgerða er álitlegur fjöldi einstaklinga sem gengur um á meðal okkar með slíka gerviliði. Til þess að lesandinn geti betur gert sér grein fyrir hvaða fórnir varð að færa til þess að fá fram þann árangur sem við erum svo stolt af í dag, er nauðsynlegt að stikla á stóru í þróunarsögu gerviliða. Skilningur á þessu er nauðsynlegur til að skilja hvernig breytt sjónarmið hafa komið á sjónarsviðið til að mæla árangur eftir slíkar aðgerðir.

Lesa meira

Gerviliðaaðgerðir á mjöðm vegna slitgigtar

Grein eftir Þorvald Ingvarsson bæklunarlækni. 

Algengasta ástæða þess að settur er gerviliður í mjöðm er vegna slitgigtar, þó kemur fyrir að settur er gerviliður vegna annara sjúkdóma svo sem liðagigtar eða vegna afleiðinga brota. Gerviliðurinn kemur í staðin fyrir hinn eiginlega lið en þó aðeins brjóskið í liðnum. Gerviliðurinn er úr tveimur hlutum, í augnkarlinn í mjaðmagrindinni er settur bolli úr plasti sem er festur með beinsementi. Í lærlegginn er settur sjálfur gerviliðurinn sem er stöng úr málmblöndu með kúlu á endanum sem kemur í stað hinnar eiginlegu mjaðmakúlu (sjá mynd). Með þessu er slitni liðurinn endurskapaður en betra er heilt en vel gróið, þrátt fyrir að árangur þessara aðgerða sé góður og flestir sjúklingar séu ánægðir með árangurinn þá eru fylgikvillar þessara aðgerða nokkrir.


Lesa meira