Herslismein
Herslismein
Svala Björgvinsdóttir þýddi.
Herslismein einkennist af aukinni bandvefsmyndun sem leiðir til þess útlits sem er einkennandi fyrir sjúkdóminn, það er að húðin verður þykk og stíf. Herslismein er óvenjulegur bandvefssjúkdómur sem getur lagst á öll líffæri líkamans þar sem bandvefur er til staðar. Auk húðarinnar eru það æðar, vélinda, magi og meltingarfæri, nýru, lungu og hjarta. Birting þessa sjúkdóms getur lýst sér á marga mismunandi vegu. Það sem er sameiginlegt er „hörð“ húð, en í mismunandi miklum mæli, einkenni frá vélinda, þreyta og kaldar hendur og fætur (Raynauds heilkenni). Einkennin geta verið mjög mismunandi og á það einnig við um hversu hröð þróun einkenna er. Það er ekki óalgengt að sjúkdómurinn sé virkastur í upphafi, en síðan hægi á þróun hans eða að hann stoppi á ákveðnu stigi.
Lesa meira
Bandvefssjúkdómar og staðbundinn æðakrampi „Raynauds heilkenni“ - Hagnýt ráð
Svala Björgvinsdóttir þýddi.
Staðbundinn æðakrampi orsakast af truflun í taugastjórnun á æðasamdrætti og blóðflæði við hitabreytingu. Í stað þess að smáar slagæðar víkki út við kulda eins þær eiga að gera, þá dragast þær saman og hindra blóðflæði út í fingur og tær og jafnvel hjá sumum til nefbrodds og eyrnasnepla. Það er einstaklingsbundið hversu oft köstin koma. Sumir fá kast einu sinni til tvisvar á ári, meðan aðrir fá köst oft á dag. Orsök Raynauds heilkennis er óþekkt, en kuldi, hitabreytingar, streita og kvíði geta komið kasti af stað.
Lesa meira