Sjúkratryggingar Íslands

Sjúkratryggingar Íslands starfa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar sem tóku gildi þann 1. október 2008. Stofnunin heyrir undir velferðarráðherra og annast framkvæmd sjúkratrygginga. Jafnframt semur hún um og greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu.

logo-sjúkratryggingMegin verkefni Sjúkratrygginga Íslands er að:

  • annast framkvæmd sjúkratrygginga
  • semja um heilbrigðisþjónustu
  • annast kaup á vöru og þjónustu sem stofnuninni ber að veita
  • greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er samkvæmt lögum og samningum
  • hafa eftirlit með gæðum og árangri starfsemi þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt samningum
  • sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða ákvörðun ráðherra.

Sjúkratryggingar Íslands greiða hluta af kostnaði eða allan kostnað þeirra sem eru sjúkratryggðir vegna heilbrigðisþjónustu.

Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Upplýsingar um eftirfarandi atriði má finna hér

  • hámarksgreiðslur gegn fullu gjaldi fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu
  • afsláttarkort
  • þátttöku Sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun

Lyfjakostnaður og hjálpartæki

Sjúkratryggingar sjá einnig um niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og hjálpartækjum og uppýsingar um þau mál má finna hér

Allar aðrar upplýsingar um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands má finna á www.sjukra.is

Tekið af síðu Sjúkratrygginga Íslands í febrúar 2016