Svefn og þreyta

Góður svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heislu

Svefn er ein af grunnstoðum andlegrar og líkamlegrar heilsu ásamt reglubundinni hreyfingu og hollu mataræði. Þrátt fyrir það höfum við tilhneigingu til að gleyma mikilvægi svefnsins og hefur stuttur svefn gjarnan verið tengdur dugnaði og atorku. Hver kannast ekki við sögur af þekktum þjóðarleiðtogum, ofurmennum og atorkufólki sem segist einungis sofa örfáar klukkustundir á sólarhring? Hver hefur tíma til að sofa lengi í nútímasamfélagi?
Í þessari grein fjallar Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, um svefn og mikilvægi hans. 

Lesa meira

Gigt og þreyta

Þreyta er meðal algengustu einkenna margra gigtsjúkdóma. Fólk talar um ólýsanlega þreytu, að vera fast í sporunum og nánast örmagna eða lamað af þreytu. Líkt og verkirnir sem fylgja gigtinni er þreytan óáþreifanleg og ekki mælanleg á hlutlægan hátt.

Þreytan gerir fólki erfiðara að kljást við verki eða einbeita sér og ýtir undir að fólk upplifi sig hjálparvana. Eins og verkir er þreytan oft fyrsta merkið um að eitthvað sé að.

Með því að forgangsraða, vanda valið á verkefnum og spara orkuna þína er hægt að draga úr þreytu og sinna flestum þeim verkefnum sem standa þér nærri.

Lesa meira

Ellefu mismunandi blæbrigði þreytunnar

Svala Björgvinsdóttir þýddi þessa grein sem Teri Rumpf sálfræðingur skrifaði.

Eitt þeirra einkenna sem fylgir flestum gigtsjúkdómum er þreyta. Um er að ræða þreytu sem er ólík venjulegri þreytu þar sem hún tengist ekki virkni einstaklingsins. Gigtarfólk finnur mismunandi mikið fyrir þreytunni. Sumir upplifa hana ekki sem neitt vandamál meðan aðrir upplifa hana sem mjög erfiða. Hjá sumum gengur hún í bylgjum meðan aðrir upplifa hana sem stöðugan fylginaut. Þreytan getur verið yfirþyrmandi, ófyrirsjáanleg, án sýnilegrar orsakar og hefur áhrif á alla þætti daglegs lífs.

Lesa meira

Svefn og gigt

Björn Guðbjörnsson gigtarlæknir.

Um það bil þriðjungi mannsævinnar er varið í svefn. Góður svefn er forsenda vellíðanar. Ekki einungis magn svefnsins - hve lengi við sofum, heldur einnig gæði svefnsins - hversu vel við sofum, eru skilyrði góðs svefns. Stór hluti gigtsjúklinga telur sig fá of lítinn svefn. Algengast er að sjúklingar með hryggikt og Sjögrens sjúkdóm sofi illa, en einnig sjúklingar með rauða úlfa og liðagigt hafa ónógan svefn miðað við heilbrigða einstaklinga. Rannsóknirnar hafa einnig sýnt, að sjúklingar með Sjögrens sjúkdóm og hryggikt, hafa hvað mesta erfiðleika við að sofna vegna vöðvaspennings, fótapirrings og kvíða, á meðan verkur truflar nær helming allra gigtsjúklinga við að ná ró og komast inn í fyrstu stig svefnsins. Einungis 10% frískra telja að verkur trufli upphaf svefnsins.

Lesa meira