Sjálfshjálp
Sauna - góð áhrif á líkamann
Auðveldum okkur lífið - seinni hluti
Þegar færniskerðing verður vegna gigtar og annarra sjúkdóma þá eru líkur á að fólk þurfi að breyta aðferðum sínum til að geta tekist á við daglegt líf. Í iðju- og sjúkraþjálfun eru kenndar aðferðir til að endurskipuleggja daglegt líf með tilliti til færniskerðingar. Í þessari grein er ætlunin að sýna nokkrar leiðir til að auðvelda sér daglegt líf og er það von okkar að hún nýtist sem flestum.
Lesa meiraAuðveldum okkur lífið
Þegar færniskerðing verður vegna gigtar þá eru líkur á að fólk þurfi að breyta aðferðum sínum til að geta tekist á við daglegt líf. Í iðju- og sjúkraþjálfun eru kenndar aðferðir til að endurskipuleggja daglegt líf með tilliti til færniskerðingar. Í þessari grein er ætlunin að sýna nokkrar leiðir til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Í henni er aðaláherslan lögð á athafnir er auðvelda okkur eldhússtörf.
Lesa meira"Gerðu eitthvað skemmtilegt"
Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er lesa, spila, íþróttaiðkun, handavinna, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó og/eða leikhús, garðyrkja og áfram væri lengi hægt að telja. Misjafnt er hvernig við lítum á þessa iðju þ.e. sumir hafa ánægju af að fara í fjallgöngur á meðan aðrir hafa af því atvinnu.
Lesa meiraBjúgmeðferð - sogæðanudd
Bjúgmeðferð er skilgreind sem “handvirk losun bandvefsvökvans”. Sogæðanuddið er mjög létt og notuð er pumpandi hringhreyfing með flötum lófa með engu kremi eða olíu. Bjúgmeðferð samanstendur af sogæðanuddi, fræðslu, húðmeðferð, þrýstingsmeðferð og bjúglosandi æfingum.
Lesa meiraSjúklingaráðin 10
Öryggi sjúklinga er okkur mikilvægt á Landspítala. Í því felst að sjúklingar og aðstandendur þeirra fái örugga þjónustu, í öruggu umhverfi, veitta af heilbrigðisstarfsfólki sem leggur sig fram um að nota nýjustu þekkingu innan heilbrigðisvísinda.
Stefnumótun um þátttöku sjúklinga og aðstandenda í meðferð - sjúklingafræðsla var unnin af þverfaglegri nefnd starfsmanna Landspítala, fulltrúa frá Háskóla Íslands og sjúklingasamtökum og síðan samþykkt í framkvæmdastjórn. Eitt af þeim verkefnum sem bent er á í stefnumótuninni er að styðja og hvetja sjúklinga og aðstandendur þeirra til að axla ábyrgð og að vera virka í meðferð og ákvörðunum um hana.
Lesa meiraFæturnir í fyrirrúmi
Segðu já við því að segja nei
Grein þýdd úr Arthritis Today af Svölu Björgvinsdóttur sem birtist í Gigtinni, 1. tbl. 2004.
Síminn hringir. Góð vinkona er á línunni og eftir spjall í nokkrar mínútur kemur hún sér að erindinu. Félagsmiðstöðin þarf á hjálp að halda í sambandi við kökubasar. Þú vilt gjarna hjálpa, en þér fallast hendur bara við tilhugsunina um að þurfa að baka þessar kökur og að standa heilan eftirmiðdag. Ef þú gætir aðeins fundið leið til að segja Nei!
Lesa meiraSjúkraþjálfarinn ráðleggur
Grein eftir Hrefnu Indriðadóttur og Sólveigu B. Hlöðvesdóttur, sjúkraþjálfara.
Hvernig draga má úr verkjum: Langvinnir verkir, sárir verkir, seyðingsverkir, álagsverkir, dreifðir verkir. Allt eru þetta einkenni sem flestir eða allir gigtarsjúklingar kannast við og geta haft mikil áhrif á allt daglegt líf, dregið úr starfsgetu og minnkað lífsgæði. Eðlilegt er að fólk leiti sér víða hjálpar til að draga úr verkjunum. Ýmis úrræði eru í boði, læknar ráðleggja með lyf, sjúkraþjálfarar nota margs konar aðferðir til að minnka verki og margir leita í óhefðbundnar meðferðir. Allt þetta getur hjálpað og getur verið nauðsynlegt en mestu skiptir þó hvað fólk gerir sjálft dags daglega til að hafa áhrif á verkina.
Lesa meira