Bjúgmeðferð - sogæðanudd

Bjúgmeðferð er skilgreind sem “handvirk losun bandvefsvökvans”. Sogæðanuddið er mjög létt og notuð er pumpandi hringhreyfing með flötum lófa með engu kremi eða olíu. Bjúgmeðferð samanstendur af sogæðanuddi, fræðslu, húðmeðferð, þrýstingsmeðferð og bjúglosandi æfingum.

Í slæmum tilfellum og ferskum bjúgi er notaðir vafningar til að auka við þrýstinginn, seinna er hægt að fara í stuðningssokkabuxur, skálmar, sokka eða ermar í mismunandi stífleikum eða eins stíft og hægt er innan sársaukamarka (einnig er hægt að nota teygjuhólka mismunandi stóra til bráðabrigða). Svo á sjúklingurinn að hreyfa sig og gera æfingar hafandi þennan aukaþrýsting á vefinn. Húðin þornar mjög undan umbúðunum og er því mikilvægt að bera á sig rakagefandi krem

Sjúklingurinn á að koma daglega í fyrstu skiptin á meðan bjúgurinn er viðráðanlegur og síðan má fækka skiptunum í t.d. 1x í mánuði.

Það má líkja sogæðanuddi við að losa um umferðateppu; notaðir eru gamlir sveitavegir framhjá lokuninni sem getur stafað af t.d. uppskurði vegna eitlatöku í holhönd við brjóstakrabbameini; þá bólgnar handleggurinn oft upp og reynt er að nudda framhjá eitlum í holhönd að hálsinum þar sem stærsta sogæðin tæmist í bláæðakerfið.

Ábendingar fyrir bjúgmeðferð/sogæðanudd:

  • Eftir eitlatöku (t.d. v brjóstakrabbameins) (Lymphödem)
  • Eftir uppskurði og slys (postoperativ, posttraumatish)
  • Fitubjúgur (Lipödem)
  • Bláæðabjúgur (Phlebödem)
  • Meðgöngubjúgur

Sogæðanuddið hefur verið notað við mörgum bólgusjúkdómum eins og t.d. iktsýki, bólgu við slæmri slitgigt og mjúkvefjabólgu en ekki hefur verið mikil reynsla af þeirri meðferð hér á Gigtarfélaginu.

Styrmir Sigurðsson, sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélag Íslands 

Birt í Gigtinni 1. tbl. 2012