Daglegt líf

Uppröðun í eldhúsi

Öll erum við mismunandi og gerum þar af leiðandi mismunandi hluti á mismunandi vegu. Öll höfum við væntingar til þess sem við gerum í lífinu, mismunandi væntingar. Flest lendum við í veikindum einhvern tímann á lífsleiðinni, þá skiptir máli að geta breytt og aðlagað það sem við gerum dags daglega. Fyrir fólk sem er slæmt í höndum er mikilvægt að spara sér það að halda lengi á hlutum og þá sérstaklega þyngri hlutum. Þá er mikilvægt að huga vel að því hvernig raðað er upp í eldhús og önnur vinnusvæði heima við.

Lesa meira

Jákvæð áhrif skapandi iðju á heilsu og vellíðan

Sífellt fleiri vísbendingar eru um að þátttaka í skapandi iðju og iðju sem skiptir einstaklingin máli hafi jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Mikið af þessum rannsóknum hefur beint sjónum sínum að hverjum iðjuflokki fyrir sig s.s. athafnir daglegs lífs, störf og tómstundaiðju en minni vitneskja er um hverja sérstaka iðju fyrir sig. Í grein sem birtist i blaði breska iðjuþjálfafélagsins eru birtar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á áhrifum þess að prjóna á andlega og félagslega vellíð- an. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en þar kemur í ljós að jákvæð tengsl eru milli prjónaskapar og andlegrar heilsu og vellíðan. Þeir sem prjóna reglulega telja það hafa afslappandi áhrif, dragi úr streitu og auki sköpunargleði. Í þessari grein tekur Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi, lauslega saman innihald rannsóknarinnar og niðurstöður. 

Lesa meira

Tilfinningar og upplifun kvenna með stoðkerfisvanda af kerfinu

Grein eftir Þóru H.Pétursdóttir, BS í sálfræði og meistaranema í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.

Haustið 2012 sat höfundur námskeiðið fötlun, sjálf og samfélag í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Sem lokaverkefni þessa námskeiðs gerði ég rannsókn á  tilfinningum og upplifun fólks með stoðkerfisvanda af kerfinu. Markmiðið var að varpa ljósi á aðstæður, líðan og þjónustu til þeirra sem eru að detta eða hafa dottið úr vinnu eða námi að hluta til eða alveg vegna stoðkerfisvanda, eins og gigtar og skerðingar eftir slys. 

Lesa meira

Fitufordómar í heilbrigðisþjónustu

Fitufordómar eru fyrirfram gefin, neikvæð viðhorf og staðalmyndir um feitt fólk. Því hefur verið haldið fram að slíkir fordómar séu síðasta tegund leyfilegra fordóma í vestrænum samfélögum sökum þess að þeir finnast á öllum stigum samfélagsins og kalla ekki fram reiði eða hneykslun á sama hátt og aðrir fordómar. Skemmst er þess að minnast þegar bókin Tíu litlir negrastrákar var endurútgefin hér á landi fyrir nokkkrum árum og hávær mótmæli spruttu fram þar sem mörgum þótti forkastanlegt að halda slíkum kynþáttafordómum að börnum. Aftur á móti koma fitubrandarar og neikvæð framsetning feitra einstaklinga reglulega fram í öllu fjölmiðlaefni, þar á meðal barnaefni, án þess að það veki nein sérstök viðbrögð innan samfélagsins. 

Lesa meira