Jákvæð áhrif skapandi iðju á heilsu og vellíðan

Sífellt fleiri vísbendingar eru um að þátttaka í skapandi iðju og iðju sem skiptir einstaklingin máli hafi jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Mikið af þessum rannsóknum hefur beint sjónum sínum að hverjum iðjuflokki fyrir sig s.s. athafnir daglegs lífs, störf og tómstundaiðju en minni vitneskja er um hverja sérstaka iðju fyrir sig. Í grein sem birtist i blaði breska iðjuþjálfafélagsins eru birtar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á áhrifum þess að prjóna á andlega og félagslega vellíð- an. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar en þar kemur í ljós að jákvæð tengsl eru milli prjónaskapar og andlegrar heilsu og vellíðan. Þeir sem prjóna reglulega telja það hafa afslappandi áhrif, dragi úr streitu og auki sköpunargleði. Í þessari grein tekur Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi, lauslega saman innihald rannsóknarinnar og niðurstöður. 

Rannsóknaraðferð

Til að ná til sem fjölbreyttasta hóps fólks sem prjónar var rafrænn spurningarlisti sem settur var upp á ákveð- inni „prjónavefsíðu“. Á prjónavefJákvæð áhrif skapandi iðju á heilsu og vellíðan Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi síðunni eru ca 1 milljón meðlima, af ólíkum uppruna, aldri, þjóðerni og með ólíka félagslega stöðu. Sumir með fatlanir eða sjúkdóma og aðrir ekki. Þýði rannsóknarinnar var sjálfvalið (selfselecting) þ.e. hver sem er gat svarað spurningarlistanum en miðað var við að ekki fleiri en 5000 manns tækju þátt í rannsókninni. Spurningalistinn var opinn á vefsíðunni í 2 vikur og var hannaður með Bristo Online Surveys (BOS) hugbúnaði. Honum var skipt niður í 6 svið, bakgrunnsupplýsingar, ástæða fyrir prjónaskap, áhrif prjónaskaps á tilfinningar og líðan, hugsun, félagsleg þátttaka og félagsfærni. 3545 einstaklingar svöruðu könnuninni og af þeim voru 3514 svör gild. Niðurstöður voru greindar út frá því hvort þær væru megindlegar eða eigindlegar. Megindlegar voru greindar með SPSS hugbúnaði og eigindlegar með NVivo 8.

Niðurstöður

Þátttakendur voru 98,8% konur og 1,2% karlar. 90% þátttakenda sögð- ust vera hvítir. Þátttakendur voru frá 31 landi í Norður og Suður Ameríku, Evrópu, Asíu, Ástralíu og Afríku. 59% voru bandarískir og kanadískir og 31% breskir. Flestir voru á aldrinum 21-30 ára og næstflestir 31-40 ára.

33% þátttakenda voru með einhvern sjúkdóm s.s. gigt, vefjagigt, kvíða, þunglyndi og háþrýsting. Flestir þátttakenda sögðust prjóna heima frekar en á almannafæri. Þegar spurt var hver væri ástæða þess að fólk prjónaði var svarið oftast að það hefði jákvæð áhrif á andlega líðan, væri róandi líkt og hugleiðsla og drægi úr streitu. Hugleiðsluáhrifunum var lýst sem áhrifum með því að endurtaka sömu taktföstu hreyfinguna. Auk þess væru þeir að skapa nytsamlega hluti t.d. til gjafa eða til heimilishalds á meðan þeir væru að horfa á sjónvarpið eða ferðast. 72% sögðust prjóna oftar en þrisvar í viku. 

Niðurstöður sýndu að það voru jákvæð tengsl milli hve oft viðkomandi prjónaði í viku og líðan s.s. þá sérstaklega að vera yfirvegaður, hamingjusamur, sorgmæddur, kvíðinn og sjálfsöruggur. Einn þátttakandi sagði: „Ég prjóna burt séð frá því hvernig mér líður, ég get verið glöð eða sorgmædd þegar ég byrja að prjóna. Það lætur mér alltaf líða betur...“ Tæplega helmingur þátttakenda notaði prjónaskap til að hjálpa sér að ná ró á hugann og eiga þá auðveldara með að leysa úr vandamálum sem upp koma. 39% fannst þeir eiga auð- veldara með að ná stjórn á hugsunum og koma skipulagi á þær meðan þeir væru að prjóna. Rúmlega helmingur þátttakenda voru í prjónaklúbb, flestum fannst það gefa sér sjálfsöryggi og það væri gott að tilheyra hóp sem hefði sama áhugamál. Einnig kom fram að flestir þátttakendur töldu prjónaskapinn hafa leitt til þess að þeir fóru að stunda aðra skapandi iðju s.s. sauma, hekla, vefa, spinna og lita. Aðrir sögðu að þeir væru frakkari að prófa nýja hluti, fengu trú á að þeir gætu búið til gjafir, hluti fyrir heimilið, fatnað og skart. Áhugavert var að sjá að þeir sem voru í prjónaklúbb eða prjónuðu með öðrum voru líklegri til að vera hamingjusamari, rólegri og sjálfsöruggari. 

Samantekt

Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa ljósi á sálfélagslega og félagslegan ávinning þess að prjóna og áhrif þess á vellíðan fyrir þann sem prjónar. Með því að einbeita sér að einni tegund skapandi iðju (prjóna) fremur en öllum tegundum skapandi iðju má fá nákvæmari vísbendingar um þá þætti sem hafa áhrif á vellíðan fólks. Í þessu tilviki að prjónaskapur hafi róandi og streitulosandi áhrif á einstaklingana sem stunda það. Niðurstöður geta þó skekkst af því að einungis einstaklingar á ákveðinni prjónavefsíðu tóku þátt. Leiða má þó líkum að því að yfirfæra megi þessar niðurstöður yfir á fleiri tegundir skapandi iðju og breiðari hóp einstaklinga.

Ofangreint er byggt á greininni: The benefits of knitting for personal and social wellbeing in adulthood: findings from an international survey. Höfundar eru Jill Riley, Betsan Corkhill og Clare Morris.

Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi. 

Birt í Gigtinni, 2. tbl. 2014