Útgáfustarfsemi

Tímarit félagsins heitir Gigtin og er gefið út tvisvar sinnum á ári, í maí og í nóvember. Tilgangur blaðsins er að auka framboð að aðgengilegu efni á íslensku um gigtarsjúkdóma og gera félagsstarfinu skil. 

GÍ hefur gefið út bæklinga um ýmsa gigtarsjúkdóma. Efnið er skrifað af fagfólki og sjúklingum, sumt þýtt og staðfært, annað samið frá grunni. Bæklinga er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins, eða fá þá senda í pósti.

Einnig hafa verið gefnar út tvær stuttmyndir um gigtarsjúkdóma, annars vegar gigtarsjúkdóma í fullorðnum og hins vegar um gigtarsjúkdóma í börnum.