Stuttmyndir Gigtarfélagsins
Gigt spyr ekki um aldur, oftast ósýnileg.
Hér er fróðlegt myndband sem unnið var í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands. Í myndbandinu er rætt við Ingibjörgu Magnúsdóttur og fjallar hún um líf sitt sem ung kona með liðagigt.https://www.youtube.com/watch?v=d8YwD8Kgg74
Stuttmyndirnar „Það sem ekki sést – að lifa með gigt“ og „Börn fá líka gigt“ eru aðgengilegar á vefnum. Hægt er að sjá myndirnar í þremur útgáfum, þ.e. m. íslensku tali, íslensku tali og texta og með enskum texta
Það sem ekki sést – að lifa með gigt
Í myndinni fjallar gigtarsérfræðingar um einkenni og meðferðarúrræði frá sjónarhóli
læknisfræðinnar og þrír sjúklingar með mismunandi tegundir af gigt, slitgigt, hryggikt og
vefjagigt, lýsa einkennum sínum og baráttu sinni við sjúkdóminn
Það sem ekki sést – að lifa með gigt var frumsýnd á RÚV í maí 2013 og fjallar um gigt.
Það sem ekki sést - Að lifa með gigt
Það sem ekki sést (íslenskur texti)
Það sem ekki sést - (enskur texti - english)
Börn fá líka gigt
Börn fá líka gigt var frumsýnd í september 2013 á RÚV. Á hverju ári greinast tíu til
fimmtán börn á Íslandi með gigtarsjúkdóm. Þeir eru misalvarlegir og eiga sum barnanna eftir
að vaxa upp úr sinni gigt á meðan önnur glíma við sjúkdóminn alla sína ævi. Í myndinni segir
barnalæknir frá helstu tegundum barnagigtar og hvernig hún er meðhöndluð, ung kona og
ungur maður greina frá reynslu sinni af því að vaxa úr grasi með gigt og ung móðir sem sjálf
var með gigt sem barn lýsir baráttunni sem fimm ára dóttir hennar stendur í gagnvart sama
sjúkdómi.
Myndin Börn fá líka gigt var unnin sem sjálfstætt framhald myndarinnar Það sem ekki sést –
að lifa með gigt. Myndirnar voru framleiddar fyrir Gigtarfélagið af kvikmyndagerð Epos,
Leikstjóri var Páll Kristinn Pálsson.
Börn frá líka gigt (íslenskur texti)
Children also get arthritis (Börn frá líka gigt)