Fjölvöðvagigt
Fjölvöðvagigt (Polymyalgi) og risafrumuæðabólga (Arteritis temporalis)
Hvað er fjölvöðvagigt og risafrumuæðabólga?
Þessir sjúkdómar eru nátengdir bandvefssjúkdómum, þar sem bólgubreytingar leggjast helst á meðalstórar og stórar slagæðar og í einhverjum tilfellum á liðhimnur. Í þessari grein eftir Torben Grube Christensen, sérfræðing í gigtarlækningum á Gigtarmiðstöð Roskilde í Danmörku (ReumaKlinik Roskilde),er fjallað um þessa sjúkdóma, einkenni, orsakir, horfur og rannsóknir.
Lesa meiraFjölvöðvagigt (Polymyalgia Rheumatica) og Risafrumuæðabólga (Temporal Arteritis)
Grein eftir Júlíus Valsson gigtarlækni
Fjölvöðvagigt eða polymyalgia rheumatica (PMR), er fremur algengur gigtarsjúkdómur hjá eldra fólki. Meðalaldur þeirra, sem fá sjúkdóminn er um 70 ár og árlega greinast um 20 - 50 ný tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Orsakirnar eru óþekktar en eins og við flesta aðra gigtarsjúkdóma og er hér líklega um að ræða samspil erfða og umhverfis. Einkennin eru verkir í aðlægum (proximal) vöðvum svo sem í hnakka, herðum, öxlum, upphandleggjum, lendum og lærum. Þessu fylgir í flestum tilfellum mikill stirðleiki, sem oft er verstur á morgnana og eftir kyrrsetur. Einkennin byrja oftast skyndilega en í einstaka tilfellum smám saman.
Lesa meiraFjölvöðvagigt (Polymyalia Rheumatica)
Grein eftir Halldór Steinsson gigtarlækni
Fjölvöðvagigt leggst helst á miðaldra og eldra fólk. Algengustu einkenni eru verkir og stirðleiki í herðum, öxlum, mjöðmum og lærum. Erlendis er fjölvöðvagigt talin fjórum til fimm sinnum algengari hjá konum en körlum. Á Íslandi reyndust 57% sjúklinga kvenkyns.