Hreyfing

Stott Pilates

Pilates er yfir 80 ára gamalt æfingakerfi og dregur nafn sitt af upphafsmanni sínum Joseph Pilates. Joseph Pilates opnaði sitt fyrsta Pilates stúdíó í New York árið 1920 og síðan þá hefur Pilates náð gríðarlegri útbreiðslu og vinsældum um allan heim. Pilates æfingakerfið er markviss og vönduð styrktarþjálfun þar sem meginmarkmiðið er að styrkja og móta líkamann innan frá, auka stöðugleika og líkamsstjórn. Pilatesæfingar eru gerðar fyrir bæði líkama og huga því við iðkun æfinganna skiptir einbeiting miklu máli.

Lesa meira

Hvatning til hreyfingar fyrir eldra fólk

Í þessari stuttu grein langar mig að fræða lesendur um það hvers vegna það er mikilvægt að hreyfa sig reglulega. Einnig fer ég yfir nokkur grunnatriði sem kemur sér vel að vita þegar bæta á hreyfingu inn í lífstíl, t.d. hve mikið á að æfa, hvernig æfingar á að velja, hvað þarf að varast og svo nokkur ráð til að halda sér við efnið. Greinin er sérstaklega miðuð við eldra fólk en margt á við um alla aldurshópa, það er því ekki til einskis að lesa greinina þó að maður tilheyri ekki hópi eldra fólks. Mikilvægt er að vita að hreyfing hefur góð áhrif á allar gerðir af gigt og er til dæmis mikilvægt meðferðarúrræði fyrir bæði slitgigt og vefjagigt. Það er einlæg von mín að lesendur muni ákveða að taka upp reglulega hreyfingu sem hluta af lífstíl eftir lestur greinarinnar, ef hreyfing er ekki hluti af lífstílnum nú þegar.

Lesa meira

Hreyfing og streita

Hugtakið streita er flókið, ekki síst vegna þess að fólk leggur mjög mismunandi skilning í orðið sjálft, allt eftir því hvert samhengið er. Það má einfalda myndina og deila því sem tengist hugtakinu andleg streita í nokkra þætti, t.d. streituálag, streituskynjun, streituhegðun, líkamleg áhrif streitu og síðast en ekki síst afleiðingar langvinns streituálags sem líka má kalla streitutengda vanheilsu. Þar getur bæði verið um að ræða líkamlega eða andlega vanheilsu. Vel þekkt er að ýmsir sálfélagslegir þættir, þar með talið það sem nefna má skynjaða streitu, geta flýtt þróun bæði líkamlegra og andlegra sjúkdóma og jafnvel beinlínis orsakað hana (1-3). Streituálag í nútíma samfélagi getur því komið fram sem andleg einkenni af ýmsu tagi þar með talið þunglyndi og kvíði, en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að andleg streita er tengd mörgum öðrum einkennum og sjúkdómum, þar með talið ýmsir verkjasjúkdómar, sykursýki, hækkun blóðþrýstings og meðfylgjandi hjarta- og æðasjúkdóma. Í þessari grein fer Ingibjörg H. Jónsdóttir, aðstoðarprófessor við Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, yfir tengsl heyfingar og streitu. 

Lesa meira

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Sameiginleg einkenni flestra gigtsjúkdóma eru verkir, þreyta og stirðleiki. Það er því ekki að undra að stór hluti gigtarfólks hreyfir sig minna en jafnaldrar þeirra. En okkur er ætlað að hreyfa okkur, hreyfing hefur áhrif á flest líffæri og vefi líkamans og þau aðlaga sig að reglubundinni hreyfingu.  Reglubundin hreyfing dregur úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, sykursýki II, ristilkrabba, beinþynningu og þunglyndi svo að fátt eitt sé nefnt. Í þessari grein fer Hrefna Indriðadóttir, sjúkraþjálfari, yfir mikilvægi hreyfingar fyrir alla og gefur góð ráð. 

Lesa meira

Gott að hjóla

Þrátt fyrir gigt og verki er hreyfing mikilvæg til að minnka einkenni og viðhalda heilbrigði. Sama hreyfing hentar ekki öllum og því þarf hver og einn að finna þá hreyfingu sem hentar hverju sinni.  Lesa meira

Svona æfir þú fæturna

Hreyfing er líkamanum nauðsynleg. Hún skapar vellíðan og kemur í veg fyrir stirðnun. Mikilvægt er að hreyfa alla hluta líkamans. Til að þér líði vel líkamlega þarftu að eiga góða skó. Til að sálinni líði vel þarf góða skó. Gerir þú svo dálitla fótaleikfimi þá verða fæturnir þér ævinlega þakklátir. Í þessari grein er æfingaráætlun fyrir fætur sem var útbúin á sjúkrahúsinu í Skövde, Svíþjóð.

Lesa meira

Hreyfing eykur lífsgæði

Þættir eins og slitbreytingar í liðum, ýmis einkenni gigtarsjúkdóma, kyrrseta, andlegt og líkamlegt álag eiga það sameiginleg að þeir leiða oft til verkja og óþæginda í stoðkerfi líkamans. Einnig geta þeir haft áhrif á aðra þætti, s.s. valdið höfuðverk, þreytu, truflað svefn og haft áhrif á geðslag. Algeng og skiljanleg viðbrögð við stoðkerfisóþægindum og þreytutilfinningu eru að taka því rólega, reyna sem minnst á sig í von um að líðanin lagist! Er það endilega best? Svarið við því er einfaldlega nei! Rannsóknir síðustu áratuga eru samdóma um að í langflestum tilfellum er það hreyfing við hæfi en ekki hvíld sem bætir líðan.

Lesa meira