Líf með gigtarsjúkdómum

Að læra að lifa með langvinnan gigtarsjúkdóm og sjá hvað hægt er að gera þrátt fyrir þær hindranir sem sjúkdómurinn setur manni getur oft tekið langan tíma og krafist mikillar aðlögunar. Það getur þurft að takast á við margvísleg vandamál sem tengjast sjúkdómnum sjálfum, líkamlegum einkennum, tilfinningalegum, félagslegum og samfélagslegum þáttum.

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um hvað er að gerast í líkamanum, möguleg viðbrögð einstaklingsins við sjúkdómnum og einnig hver viðbrögð aðstandenda geta verið. Með því að afla sér upplýsinga og upplýsa þá sem standa manni næstir er hægt að auka lífsgæði og koma í veg fyrir togstreytu og skilningsleysi sem oft vill verða í kring um einstaklinga með langvinna sjúkdóma. Einnig er mikilvægt að þekkja rétt sinn í langvinnum veikindum og er sjúkratryggingakerfið oft ekki auðskilið.
Hér á þessu svæði eru greinar og aðrar upplýsingar sem geta hjálpað gigtarfólki og aðstandendum þess í upplýsingaöflun sinni.