Sjúkraþjálfarar GÍ

Mynd af Antonio GraveAntonio Grave 

útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Centro de Medicina e Reabilitacao de Alcoitao í Portúgal 1982. Starfaði á bæklunarspítalanum Prof. Egas Moniz 1982-1985 og  

Endurhæfingarstöðinni Centro de Medicina de Cascais 1985-1987. Árið 1987 kom hann til Íslands og hóf störf í Heilsuræktinni í Glæsibæ og starfaði þar til 1990, en 1990-2002 starfaði hann á Dvalarheimilinu Seljahlíð. Frá 2003 hefur hann starfað hjá Gigtarfélagi Íslands. Hann hefur starfað sem sjúkraþjálfari fyrir knattspyrnufélögin Gróttu, Ármann, Þrótt, Breiðablik og Víking, Ólafsvík. Hann er sérhæfður í R.P.G., Global Postural Reeducation. 


Mynd af Aroni Styrmi Sigurðssyni Aron Styrmir Sigurðsson útskrifaðist sem sjúkranuddari frá Höxter í Þýskalandi 1993.Vann hjá HNLFÍ í Hveragerði 1993-2000. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Konstanz í Þýskalandi 2003. Starfaði á sjúkrahúsinu á Ísafirði 2004, á göngudeild hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar 2005-2006 og frá árinu 2006 hjá Gigtarfélagi Íslands. Hann sérhæfir sig í bjúgmeðferð.Mynd af Vilborgu Önnu Hjaltalín Vilborg Anna Hjaltalín útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands árið 2000 og hófstörf hjá Gigtarfélaginu strax eftir útskrift. Hún útskrifaðist sem heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands árið 2008 og fékk kennsluréttindi í Stott Pilatesi frá Merrithew Corp Oration í Kanada í júlí 2009. Hún tók einnig framhaldsmenntun í Stott Pilatesi í Noregi í Pilates Room í Oslo. Hún hefur starfað sem Stott Pilates þjálfari hjá G.Í síðan 2009 og starfaði einnig sem slíkur í Noregi í 3 ár.