Sjúkraþjálfarar GÍ
Antonio Graveútskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Centro de Medicina e Reabilitacao de Alcoitao í Portúgal 1982. Starfaði á bæklunarspítalanum Prof. Egas Moniz 1982-1985 og
Endurhæfingarstöðinni Centro de Medicina de Cascais 1985-1987. Árið 1987 kom hann til Íslands og hóf störf í Heilsuræktinni í Glæsibæ og starfaði þar til 1990, en 1990-2002 starfaði hann á Dvalarheimilinu Seljahlíð. Frá 2003 hefur hann starfað hjá Gigtarfélagi Íslands. Hann hefur starfað sem sjúkraþjálfari fyrir knattspyrnufélögin Gróttu, Ármann, Þrótt, Breiðablik og Víking, Ólafsvík. Hann er sérhæfður í R.P.G., Global Postural Reeducation.
Aron Styrmir Sigurðsson útskrifaðist sem sjúkranuddari frá Höxter í Þýskalandi 1993.Vann hjá HNLFÍ í Hveragerði 1993-2000. Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Konstanz í Þýskalandi 2003. Starfaði á sjúkrahúsinu á Ísafirði 2004, á göngudeild hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar 2005-2006 og frá árinu 2006 hjá Gigtarfélagi Íslands. Hann sérhæfir sig í bjúgmeðferð.