Þjónusta GÍ

Gigtarmiðstöð flytur að Brekkuhúsum 1 

Gigtarfélag Íslands rekur miðstöð fyrir fólk með gigtarsjúkdóma. Starfsemin miðast við endurhæfingu, forvarnir og fræðslu. Auk þess fer þar fram félagsstarfsemi GÍ á höfuðborgarsvæðinu.

Í Gigtarmiðstöðinni má finna þjónustu er snýr að endurhæfingu og leiðsögn. Sjúkra- og iðjuþjálfun, ráðgjöf fyrir gigtarfólk og aðstandendur svo og jafningjafræðslu. 

Tilgangur félagsins er að berjast gegn gigtarsjúkdómum með því að ..

  • stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélag
  • efla meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra
  • efla forvarnir, s.s. fræðslu, þjálfun og rannsóknir
  • gæta hagsmuna gigtarfólks