Þjónusta GÍ

Almennt um þjónustu sem hægt er að fá á Gigtarmiðstöðinni Ármúla 5

Gigtarfélag Íslands er til húsa að Ármúla 5 í Reykjavík og rekur þar miðstöð fyrir fólk með gigtarsjúkdóma. Starfsemi miðstöðvarinnar miðast við forvarnir í víðum skilningi þess orðs, auk þess sem félagsstarfsemin á höfuðborgarsvæðinu fer þar fram.

Á miðstöðinni má finna þjónustu er snýr að viðhaldsendurhæfingu og fræðslu. Sjúkra- og iðjuþjálfun, hópleikfimi, ráðgjöf fyrir gigtarfólk og aðstandendur svo og jafningjafræðslu. Félagsstarfsemin á höfuðborgarsvæðinu fer fram í húsinu. Hér til vinstri er frekari lýsing á hverjum þjónustuþætti fyrir sig og hvetjum við fólk til að skoða þá nánar.

Tilgangur félagsins er að berjast gegn gigtarsjúkdómum með því ..

  • að stuðla að almennri umræðu um gigtarsjúkdóma og áhrif þeirra á einstaklinga og samfélag
  • að efla meðferð og endurhæfingu gigtsjúkra
  • að efla forvarnir, s.s. fræðslu, þjálfun og rannsóknir
  • að gæta hagsmuna gigtarfólks