Gigtarlínan

Símaráðgjöf

Mynd af gigtarlínunniGigtarlínan er símaráðgjöf fyrir einstaklinga með gigtarsjúkdóma, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa spurningar um gigt. Tilgangur gigtarlínunnar er að upplýsa, fræða og styðja.

Fyrir svörum sitja fagaðilar; hjúkrunarfræðingar, næringaráðgjafi og sjúkraþjálfari.

Gigtarlínan nýtist vel fólki, hvar sem er á landinu. Símtal á gigtarlínuna getur dregið úr áhyggjum, sparað tíma og fyrirhöfn, m.ö.o. létt fólki lífið.

Sími og opnunartími

Setið er fyrir svörum alla mánudaga og fimmtudaga frá septemberbyrjun til maíloka, milli kl. 14:00 og 15:30 í síma 530-3606, nema annað sé tilkynnt hér á síðunni eða á símsvara.

Ef þið eruð með brýnar spurningar frá maí til ágústloka, vinsamlega hafið samband við skrifstofuna í síma 530 3600. Athugið þó, skrifstofan lokar alveg í fjórar vikur fyrir verslunarmannahelgi.