Stjórnir áhugahópa

Nokkrir áhugahópar eru starfandi innan Gigtarfélagsins. Meðlimir hópanna hittast, ræða málin, deila reynslu og fá ráð hver frá öðrum.

Birtuhópurinn

Birtuhópurinn er hópur einstaklinga með alls konar gigt. Þau hittast einu sinni í mánuði í húsi Gigtarfélagsins að Ármúla 5 og fá sér kaffi og jafnvel eitthvað að maula með. Stundum er einhvers konar þema t.d. ýmis handavinna á fundunum og undanfarið hefur hópurinn unnið að ýmsum verkefnum sem koma fólki með gigt til góðs. 
Kjarni:
Steinunn Friðgeirsdóttir 
Birna Einarsdóttir
Frekari upplýsingar um hópinn og tímasetningu funda má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 .

Foreldrahópur gigtveikra barna

Hópur foreldra gigtveikra barna. Foreldrar hittast á kaffihúsi einu sinni í mánuði og ræða málin. Hópurinn er með virka Facebook-síðu þar sem foreldrar geta leitað til annarra í svipaðri stöðu. Foreldrahópurinn er í samstarfi við Umhyggju, félags langveikra barna.
Kjarni:
Sunna Brá Stefánsdóttir
Gunnfríður Ólafsdóttir
Netfang: foreldrahopur@gmail.com 
Facebook: Foreldrafélag gigtveikra barna (lokaður hópur)
Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 .

Hryggiktarhópur

Hryggiktarhópurinn var endurvakinn árið 2015 en þá hafði hann legið í dvala um nokkurt skeið. Starf hópsins hefur farið vel af stað en hópurinn hittist í hverjum mánuði yfir kaffibolla í húsnæði Gigtarfélagsins en auk þess stofnuðu meðlimir hópsins gönguhóp. Hryggiktarhópurinn hefur fengið ýmsa fyrirlesara til að vera með fræðslu í Gigtarfélaginu við góðar undirtektir. 
Kjarni: Jóhann Guðvarðarson
Árbjörg Ólafsdóttir
Tryggvi Gígjuson
Facebook:  Fólk með hryggikt (lokaður hópur)

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 .

Leshringurinn

Leshringur Gigtarfélagsins er fyrir alla meðlimi Gigtarfélagsins sem hafa áhuga á lestri. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði í húsnæði Gigtarfélagsins og er þá fjallað um þá bók sem lesin var í þeim mánuði. Oft skapast afar líflega umræður um bækur og höfunda og gleðin er við völd. Undanfarin ár hefur leshringurinn fengið tvo höfunda til að koma á jólafundinn og lesa upp úr bókum sínum og tala um sögurnar á bak við bækurnar. 
Kjarni: 
Birna Einarsdóttir

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 .

Lupushópur

Lúpushópurinn er hópur fólks sem glímir við lupus. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði í húsnæði Gigtarfélagsins og ræðir þar málin. Iðjuþjálfi hefur komið á fund þeirra með fræðslu og fyrirlestrar eru í undirbúningi fyrir veturinn 2016-2017. 
Kjarni: 
Hrönn Stefánsdóttir
Facebook: Læstur hópur, senda þarf beiðni á Hrönn til að fá aðgang í hópinn. 

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 .

Ungt fólk með gigt

Ungt fólk með gigt er hópur fólks á aldrinum 18 - 40 ára sem á það sameiginlegt að vera með gigt. Þau eru með Facebook-síðu þar sem hægt er að leita til annarra í svipaðri stöðu. 
Kjarni: 
Ingibjörg Magnúsdóttir Heiða Elín Aðalsteinsdóttir
Facebook:  Ungt fólk með gigt (lokaður hópur)

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 .

Sjögren - hópur

Sjögren hópurinn hefur ekki verið starfandi í nokkurn tíma. Ef vilji er fyrir að endurvekja þann hóp aftur má endilega hafa samband við skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 eða senda tölvupóst á sunnabra@gigt.is.

Psoriasis - og iktsýkishópur

Psoriasis - og iktsýkishópur hefur ekki verið starfandi um hríð. Ef vilji er fyrir að stofna þannig hóp má endilega hafa samband við skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 eða senda tölvupóst á sunnabra@gigt.is .

Slitgigtarhópur

Slitgigtarhópur er ekki starfandi eins og er. Ef vilji er fyrir að stofna slíkan hóp má endilega hafa samband við skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600 eða senda tölvupóst á sunnabra@gigt.is

Vefjagigtarhópur Gigtarfélagsins

Til eru fjölmargir vefjagigtarhópar á hinum ýmsum Fésbókarsíðum. Nánari upplýsingar um vefjagigtarhóp Gigtarfélagsins má fá á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600