Hvað þarf til að komast í iðjuþjálfun?
Til að komast í iðjuþjálfun þarf beiðni frá lækni, sem hann sendir til iðjuþjálfunar GÍ (idjuthjalfun@gigt.is) eða viðkomandi kemur með hana sjálfur.
Greiðsluþátttaka einstaklinga í iðjuþjálfun
Heildartaxti iðjuþjálfa er samkvæmt gildandi samningi Gigtarfélgasins og Sjúkratrygginga Íslands. Sjúkratryggingar niðurgreiða meðferðir að hluta, mismikið eftir aðstæðum. Allir greiða aukagjald vegna upphafsskoðunar í samræmi við aðrar meðferðir.
Sjá frekari upplýsingar hér .
Athugið eftirfarandi
- Flest verkalýðs- og stéttarfélög niðurgreiða iðjuþjálfun félagsmanna sinna.
- Mikilvægt er að tilkynna forföll við fyrsta mögulega tækifæri í síma 530-3600. Séu forföll ekki tilkynnt fyrir klukkan 9:00 að morgni þess dags sem meðferð á að fara fram er innheimt forfallagjald.