Börn með gigt

Mæður eru velferð mannkyns

Viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Jón R. Kristinsson barnalækni

Þegar foreldrar gigtveikra barna nefna nafn Jóns R. Kristinssonar læknis er tónninn einna líkastur því að sá hinn sami hafi verið tekinn í heilagra manna tölu. Svo mjög hefur Jón að þeirra sögn látið sig velferð barnanna varða. Þegar blaðamaður hittir Jón R. Kristinsson á skrifstofu hans á Barnaspítala Hringsins vill hann harla lítið gera úr þessari athugasemd blaðamanns en viðurkennir þó að hann hafi símann alltaf opinn, - líka á næturnar. Jón lærði almennar barnalækningar í Svíþjóð en hefur á löngum ferli sérhæft sig í gigtlækningum og krabbameinssjúkdómum barna og vitaskuld einnig sinnt öllum veikum börnum sem til hans hafa leitað þá áratugi sem hann hefur starfað við Landsspítalann og rekið sjálfstæða stofu. 

Lesa meira

Börn og gigt

Grein frá áhugahópi foreldra barna með gigt

Barnaliðagigt er oft á tíðum vanmetinn sjúkdómur, ekki bara úti í samfélaginu sjálfu heldur einnig í skólakerfinu og stundum í heilbrigðiskerfinu.
Á ári hverju greinast 10-14 börn á aldrinum 0-18 ára með barnagigt af misalvarlegum toga. 

Lesa meira

Ósýnileikinn hefur áhrif - börn með gigt og skólakerfið

Grein eftir Þórlaugu Ingu Þorvarðardóttur

Þessi grein eftir Þórlaugu Ingu Þorvarðardóttur er byggð á niðurstöðum rannsóknar sem gerð var vegna meistaraverkefnis í sérkennslufræðum haustið 2014 og fjallaði um reynslu barna með gigt og foreldra þeirra af skólakerfinu. Í greininni er meðal annars fjallað um ósýnileika og boðskipti en það kom sterkt fram í viðtölunum að þessir tveir þættir geta haft mjög mikil áhrif á skólagönguna. 

Lesa meira

Barnaliðagigt

Grein eftir Jón R. Kristinsson, barnalækni

Börn fá líka gigt og er liðagigt einn af þeim sjúkdómum sem getur lagst á þau. Liðagigt er langvinnur bólgusjúkdómur af óþekktum uppruna sem leggst á liði og kemur fram hjá börnum fyrir 16 ára aldur. Til eru nokkrar gerðir af liðagigt í börnum, t.a.m. fjölkerfa barnaliðagigt, fáliðagigt og fjölliða barnaliðagigt. Í þessari grein fjallar Jón R. Kristinsson, barnalæknir, um liðagigtarsjúkdóma í börnum.

Lesa meira