Lyf

Fæðubótaefni

Grein eftir Magnús Jóhannsson, lækni og prófessor emeritus

Fæðubótarefni flokkast sem matvæli og eru, eins og nafnið gefur til kynna, ætluð til að bæta upp eitthvað sem við fáum ekki nægjanlega mikið af með því að borða venjulegan mat. Almenningur eyðir mjög miklum fjármunum í fæðubótarefni og þess vegna er brýnt að fá á hreint hvort þau geri eitthvað gagn. 
Í þessari grein fjallar Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor emeritus, um fæðubótaefni og hvort gagn geti verið af þeim. 

Lesa meira

Tár, tappar og ýmis lyf - stórstígar framfarir við meðferð á þurrum augum

Grein eftir Jóhannes Kára Kristinsson, sérfræðing.

Tárin okkar smyrja augun og halda þeim rökum, vernda þau fyrir ryki og sjá þeim fyrir nauðsynlegum næringarefnum. 
Í þessari grein fjallar Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræðingur í hornhimnulækningum og sjónlagslækningum með laser, um þurr augu og hvað er til ráða. 

Lesa meira

Gjörbylting í meðferð gigtarsjúkdóma

Grein eftir Gerði Gröndal, gigtarlækni

Síðastliðna þrjá áratugi hefur orðið gjörbylting í meðferð gigtarsjúkdóma. Fyrst með tilkomu lyfsins Methotrexats sem breytti horfum mjög til hins betra. Síðan gerðist það árið 1999 að svokölluð líftæknilyf komu á markaðinn og þau hafa gjörbreytt horfum veikustu gigtarsjúklinganna. Í þessari grein er fjallað um þessi nýju lyf og helstu gigtarsjúkdómana sem þau verka á.

Lesa meira

Óhefðbundin lyf til meðferðar á slitgigt

Grein eftir Ingvar Teitsson, dr. med., sérfræðing í lyf - og gigtarlækningum

Slitgigt er ein helsta orsök verkja og fötlunar hjá eldra fólki. Þannig er auðséð að slitgigtarsjúklingar eru mjög fjölmennur hópur. Verkir og fötlun af ýmsu tagi hrjá mjög marga í þessum hópi. Við höfum fengið mun öflugri lyf en áður til að meðhöndla gigtsjúkdóma eins og beinþynningu og iktsýki. Því miður er ekki hægt að segja það sama um lyfjameðferð við slitgigt. Ekki er því að undra þótt margir slitgigtarsjúklingar leiti af og til á önnur mið í þeirri vonu um að fá bót meina sinna. 

Lesa meira

Lyfjameðferð slitgigtar

Grein eftir Helga Jónsson, gigtarlækni

Það er ekki hægt að segja að nein stórtíðindi hafi orðið varðandi lyfjameðferð slitgigtar á síðustu árum. Þó hefur skilningurinn á vandanum sem slitgigt er farið vaxandi og meðferðaráætlanir og markmið eru nú betur skilgreind en áður.

Lesa meira

Ný og gömul gigtarlyf. Áhætta og ávinningur bólgudempandi lyfjameðferðar

Grein eftir Bjarna Þjóðleifsson, prófessor, yfirlækni á lyflækningadeild og Björn Guðbjörnsson, dósent, sérfræðing á Rannsóknarstofu í Gigtarsjúkdómum, Landspítala, háskólasjúkrahúsi

Sumarið 2003 var mikil umræða í fjölmiðlum um ný og gömul gigtarlyf sem einkum fór í þann farveg að nýju lyfin væru ofnotuð en þau eru allt að fjórum sinnum dýrari en gömlu lyfin. Í tilefni af þessari umræðu skrifaði annar höfundur þessarar greinar yfirlitsgrein í nóvemberhefti Læknablaðsins þar sem gerð var úttekt á kostum og göllum nýrra og gamalla gigtarlyfja, kostnaði og ávinningi.
Grein þessi byggist á fyrrnefndri grein er birtist í Læknablaðinu og verður hér eingöngu fjallað um bólgudempandi gigtarlyf, en ekki um ónæmisbælingu sem oft þarf að beita gegn langvinnum gigtsjúkdómum. Ekki verður heldur fjallað um aðrar aðferðir til verkjastillingar eins og nálarstungur og sjúkraþjálfun.


Lesa meira