Námskeið í boði
Vorönn 2025
Vatnsleikfimi
Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun sem hefur verið gríðarlega vinsæl. Þjálfunin fer fram undir stjórn reyndra þjálfara og hentar sérlega vel fyrir þau sem eru að hefja þjálfun eftir veikindi eða langt hlé. Algengt er að þau sem eru með stoðkerfisverki eigi auðveldara með að gera æfingar í vatni heldur en á þurru landi.
Þjálfað er í innlaugum Hátúni 12 og Grensásdeild Landspítala (heitir pottar á báðum stöðum).
Hver tími er 40 mínútur í senn, bein þjálfun þar af ekki lengri en 30 mínútur. Í lok tímans eru teknar nokkrar mínútur í slökun.
Hver hópur mætir 2x í viku, en einnig er hægt að bóka sig 1x í viku (t.d. mæta alltaf á mánudögum).
Vatnsleikfimi í Hátúni
Mánudaga og miðvikudaga
Hópur 1 klukkan 16:30 (opnað kl 16:15)
Þjálfarar eru Davíð Már Sigurðsson, íþróttafræðingur á mánudögum og Sandra Rán Garðarsdóttir á miðvikudögum.
Þjálfað er í innilaug í Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu), inngangur 3 á norðurhlið.
Leikfimin í Hátúni er opin körlum og konum.
Vatnsleikfimi á Grensás
Þriðjudaga og fimmtudagaHópur 1 klukkan 15:15 (opnað kl 15:00)
Hópur 2 klukkan 16:05
Þjálfarar eru Magnea G. Ferdinandsdóttir á þriðjudögum og Sandra Rán Garðarsdóttir á fimmtudögum.
Þjálfað er í innilaug Grensásdeildar, Grensásvegi 62, ekið inn frá Álmgerði (inngangur bakatil).
Hóparnir í Grensáslaug eru eingöngu fyrir konur.
Hér má sjá verðskrá fyrir vatnsleikfimi í janúar og febrúar
Sé þess óskað er hægt að semja um að skipta greiðslu í tvo hluta.
Flest stéttarfélög veita félagsmönnum sínum líkamsræktarstyrk sem hægt er að nota upp í þátttökugjald í vatnsleikfimi
Handafimi og slökun
6 vikna námskeið í handafimi.
Í upphafi hvers tíma er farið í vax til að hita upp og mýkja hendur og fingur.
Slökun verður tekin meðan beðið er, þar sem slökun getur verið áhrifarík sem verkjameðferð.
Síðan eru gerðar handa- og fingraæfingar til að viðhalda og/eða auka hreyfigetu og styrk.
Hægt er að velja milli fjögurra hópa, hver hópur mætir 1x í viku.
Þriðjudögum klukkan 11:00
Þriðjudögum klukkan 12:30
Miðvikudögum klukkan 11:00
Miðvikudögum klukkan 12:30
Jóna Guðbjörg íþróttafræðingur sér um þjálfunina.
Þjálfað er í húsnæði Gigtarfélagsins, Brekkuhúsum 1 í Grafarvogi (jarðhæð).
Skráning í vatnsleikfimi eða handafimi
Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Gigtarfélags Íslands, sími 530 3600 eða með skeyti á netfang skrifstofu gigt@gigt.isFlest stéttarfélög veita félagsmönnum sínum líkamsræktarstyrk sem hægt er að nota upp í þátttökugjald í vatnsleikfimi eða handaleikfimi.Vatnsleikfimi Gigtarfélagsins er á skrá sem úrræði hjá Virk starfsendurhæfingasjóði.