Námskeið í boði

September Október 2021

Vatnsleikfimi

Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun sem hefur verið gríðarlega vinsæl. Þjálfunin hentar sérlega vel fyrir þau sem eru að hefja þjálfun eftir veikindi eða langt hlé. Algengt er að þau sem eru með stoðkerfisverki eiga auðveldara með að gera æfingar í vatni heldur en á þurru landi.

Vatnsleikfimin fer fram undir stjórn þjálfara í laug Sjálfsbjargar, Hátúni 12.
Hver tími í heild er 40 mínútur í senn, bein þjálfun þar af ekki lengri en 30 mínútur.
Leikfimin er á mánudögum og miðvikudögum.
Hægt er að velja milli fjögurra tímasetninga:
15:05, 15:50, 16:35 og 17:20.

Þjálfarar eru:
Sandra Rán Garðarsdóttir, íþróttafræðingur
Ragnheiður Haraldsdóttir, íþróttafræðinemi
Bjarki Ragnarsson, sjúkraþjálfunarnemiATH. Fyrirkomulag vegna sóttvarna veldur því að um sinn er eingöngu hægt að bjóða vatnsleikfimi fyrir konur.

Jógaleikfimi

Róleg jógaleikfimi þar sem unnið er með þol, styrk, teygjur og slökun. Auk þess er lögð áhersla á fræðslu um bætta líkamsbeitingu og liðvernd. Þjálfunin hentar fólki með gigt eða fólki sem er að byrja þjálfun eftir langt hlé eða veikindi. Hver og ein æfir eins og hún treystir sér til, undir eftirliti þjálfara.
Hver tími hefst með upphitun, sem er létt ganga og teygjur. Gerðar eru standandi æfingar, jafnvægisæfingar og styrktaræfingar (ekki boðið upp á stólaleikfimi). Einnig eru gerðar vindur og teygjur fyrir allan líkamann, ýmist sitjandi á leikfimimottum eða liggjandi. Í lok tímans er slökun við ljúfa tónlist.
Leikfimimottur eru á staðnum. Mælt er með léttum og lausum klæðnaði.

Þjálfunin fer fram mánudaga og fimmtudaga klukkan 13:30 til 14:30.
Kennt er í sal Gigtarfélagsins á 2. hæð, Ármúla 5.
Á staðnum er góð búningsaðstaða með sturtum.

Kennari er Ragna Ragnars, hjúkrunarfræðingur og jógakennari

Karlaleikfimi

Frískleg karlaleikfimi þar sem áhersla er lögð á þrekþjálfun, liðkun, líkamsbeitingu og slökun. Leikfimin getur hentað karlmönnum á öllum aldri hvort sem þeir eru með gigt eða ekki, en vilja æfa í rólegu umhverfi undir stjórn og eftirliti.

Þjálfunin fer fram mánudaga og miðvikudaga klukkan 17:15 til 18:15.
Kennt er í sal Gigtarfélagsins 2. hæð, Ármúla 5.
Á staðnum er góð búningsaðstaða með sturtum.

Kennari er Bjarki Ragnarsson, sjúkraþjálfunarnemi.

Skráning í hópþjálfun

Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu Gigtarfélags Íslands, sími 530 3600.

Hópþjálfunin er starfrækt haust, vetur og vor.

Ýmis stéttarfélög veita félagsmönnum sínum líkamsræktarstyrk sem hægt er að nota upp í kostnað við hópþjálfunina.