Námskeið í boði

 Vatnsleikfimi

Vatnsleikfimin fer fram undir stjórn reyndra sjúkraþjálfara í laug Sjálfsbjargar Hátúni 12. Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun sem hentar mjög mörgum og þarna finna margir góða leið til þjálfunar sem ekki hafa fundið sig í annarri leikfimi. Algengt er að þeir sem eru með stoðkerfisverki eiga auðveldar með að gera æfingar í vatni heldur en á þurru landi. Vatnsleikfimin hefur verið gríðarlega vinsæl og færri komist að en vilja. Kenndir eru fjórir 40 mínútna tímar mánudaga og miðvikudaga, léttari leikfimi kl.15:05 og 15:50  þyngri leikfimi kl. 16:35 og 17:20. 

Kennarar eru:  Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, sjúkraþjálfari, Auður Kristjánsdóttir, nemi í sjúkraþjálfun og Sandra Rán Garðarsdóttir, íþróttafræðingur.

Karlaleikfimi

Við bjóðum upp á frísklega karlaleikfimi þar sem áhersla er lögð á þrekþjálfun, liðkun, líkamsbeitingu og slökun. Þessi leikfimi getur hentað karlmönnum á öllum aldri hvort sem þeir eru með gigt eða ekki en vilja æfa í rólegu umhverfi undir stjórn og eftirliti sjúkraþjálfara. Kennt er mánudaga og miðvikudag kl. 18:15. 

Kennari er Guðni Rafn Harðarson nemi í sjúkraþjálfun.

 Róleg alhliða leikfimi

Alhliða leikfimi þar sem unnið er með þol, styrk, teygjur og slökun. Auk þess er lögð áhersla á að fræða um og bæta líkamsbeitingu og hugað að liðvernd. Þessir tímar henta fólki með gigt og einnig geta þeir hentað vel fólki sem er að byrja þjálfun eftir langt hlé eða veikindi. Sjúkraþjálfarar stjórna tímunum. Boðið er upp á Hádegisleikfimi mánudaga og fimmtudaga kl. 13:30. Leikfimi I mánudaga og miðvikudaga kl. 17:10. 

Kennari er Ragna Ragnars, hjúkrunarfræðingur og yogakennari

Upplýsingar og skráning

Hópþjálfunin er starfrækt haust, vetur og vor og er tvisvar í viku. Skráning og upplýsingar er á skrifstofu Gigtarfélags Íslands í síma 530 3600.  Ýmis stéttarfélög veita félagsmönnum sínum líkamsræktarstyrk sem hægt er að nota upp í kostnað við hópþjálfunina.