Þvagsýrugigt

Þvagsýrugigt - konungur sjúkdómanna. Hugmyndir, meðferðir og viðhorf í ljósi sögunnar

Grein eftir Þórunni Haraldsdóttur, sjúkraþjálfara og Kjartan Þór Ragnarsson, sagnfræðing

Þvagsýrugigt er gigtarsjúkdómur sem orsakast af því að þvagsýrukristallar falla út í liði og valda þar bólgu, og þá oftast í einum lið í einu. Þvagsýra myndast við niðurbrot á RNA og DNA kjarnasýrum í líkamanum og hjá heilbrigðum einstaklingum losar líkaminn sig við niðurbrotsefni þvagsýru með þvagi. Hjá þeim einstaklingum sem hafa þvagsýrugigt þá safnast þvagsýra fyrir í blóðinu og verði uppsöfnun þar of mikil þá geta þvagsýrukristallar fallið út í liði.
Í þessari grein er fjallað um þvagsýrugigt og sögu sjúkdómsins. 

Lesa meira

Þvagsýrugigt

Grein eftir Júlíus Valsson gigtarlækni

Þvagsýrugigt (enska: gout) er algengur gigtarsjúkdómur, sem hefur verið þekktur í meira en tvö þúsund ár. Til eru frásagnir af sjúkdómnum frá tímum Babylon. Hippokrates þekkti til þvagsýrugigtar og ummerki sjúkdómsins hafa fundist í ævafornum beinagrindum. Þvagsýrugigt getur átt sér margar orsakir. Segja má, að þvagsýrugigt sé efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af því að of mikið magn þvagsýru safnast fyrir í líkamanum. Þvagsýra getur myndað kristalla í liðamótum og næsta umhverfi þeirra, og einnig stundum í öðrum líkamshlutum, t.d. í brjóski á eyrunum og í húð sérstaklega á fingrum og tám.

Lesa meira