Öryrkjabandalag Íslands
Markmið og hlutverk bandalagsins
Markmið bandalagsins
er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir
einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara
og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku.
Hlutverk bandalagsins er að koma fram fyrir hönd
fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem
varðandi löggjöf, framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt þess.
Allar upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á www.obi.is
Tekið af síðu bandalagsins, www.obi.is í febrúar 2016.