Fræðslufundir
Almenn fræðsla um einstaka gigtarsjúkdóma og annað sem tengist því að lifa með gigt.
Gigtarfélagið hefur verið með ýmsa fræðslufundi í húsnæði sínu að Ármúla 2. Fundirnir hafa verið vel sóttir og hafa áheyrendur látið vel af þessari fræðslu.
Hér hafa verið haldnir fyrirlestrar um verki, fæðubótaefni, ýmsa gigtarsjúkdóma, fylgikvilla gigtarsjúkdóma og margt fleira.