Fræðslufundir

Almenn fræðsla um einstaka gigtarsjúkdóma og annað sem tengist því að lifa með gigt.

Gigtarfélagið hefur staðið fyrir fræðslufundum sem hafa verið vel sóttir og hafa áheyrendur látið vel af þessari fræðslu. 
Haldnir hafa verið fyrirlestrar um verki, fæðubótaefni, ýmsa gigtarsjúkdóma, fylgikvilla gigtarsjúkdóma og margt fleira. 

Stefnt er að því að fræðsla verði í auknum mæli í beinu streymi þannig að fólk um allt land geti fylgst með.