Slitgigt

Slitgigtarskólinn

Umfjöllun Gunnars Viktorssonar, sjúkraþjálfara um Slitgigtarskólann. 

Alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar mæla fyrir um að þjálfun, sjúklingafræðsla og þyngdarstjórnun (ef þörf er á) skuli vera grunnmeðhöndlun við slitgigt í mjöðm og hné. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að mikið vantar upp á að öllum slitgigtarsjúklingum bjóðist meðferð sem uppfylli þessar leiðbeiningar. Hluti af ástæðunni kann að vera að það vanti heildstæða valkosti sem séu lagaðir að þessum sjúklingahópi og uppfylli á raunhæfan hátt fyrirmæli klínísku leiðbeininganna. Slitgigtarskólinn er nýjung hér á landi og eru m.a. markmið hans og hlutverk umfjöllunarefnið í þessari grein. 

Lesa meira

Lyfjameðferð slitgigtar

Grein eftir Helga Jónsson, gigtarlækni

Það er ekki hægt að segja að nein stórtíðindi hafi orðið varðandi lyfjameðferð slitgigtar á síðustu árum. Þó hefur skilningurinn á vandanum sem slitgigt er farið vaxandi og meðferðaráætlanir og markmið eru nú betur skilgreind en áður.

Lesa meira

Slitgigt í hné og aðkoma sjúkraþjálfunar

Í þessari grein eftir Kristínu Briem, sjúkraþjálfara, er fjallað um slitgigt sem er einn algengasti gigtarsjúkdómurinn og milljónir manna um víða veröld hafa merki og einkenni hans

Fólk með einkenni vegna slitgigtar í hné hefur verið borið saman við hrausta hópa fólks og ljóst er að gigtarfólkið hreyfir sig ekki á sama hátt og aðrir. Breytingar sjást á hreyfiútslagi og kraftvægi um liði ganglima (aðallega minnkun), en samvirkni andstæðra vöðvahópa er meiri. Þessi munur finnst einnig milli ganglima sama einstaklings með slitgigt í öðru hnénu. Líklegt þykir að þessar breytingar séu að einhverju leyti til komnar vegna aflögunar í slitna liðnum, en einnig vegna tilrauna til að forðast sársauka og skapa stöðugleika.

Lesa meira

Slitgigt - Arthrosis

Grein eftir Helga Jónsson, gigtlækni. Birtist í Gigtinni, 1.tbl.1995.

Lesa meira

Leiðir til að stuðla að betri líðan með slitgigt

Svala Björgvinsdóttir þýddi. 

Slitgigt er algengasti gigtarsjúkdómurinn og tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Það er mikilvægt að slitgigt sé greind og meðhöndluð eins snemma í sjúkdómsferlinu og mögulegt er. Snemmgreining og meðferð er fyrsta skrefið í því að takast á við slitgigtina á jákvæðan hátt. Læknirinn þinn byrjar kannski á að setja þig á lyfjameðferð, en fyrst og síðast er það afstaða þín sem er lykilþáttur í því að lifa góðu lífi með slitgigtina. Þú getur þurft að gera heilbrigðar lífsstílsbreytingar, takast á við streitu og depurð, koma í veg fyrir liðskemmdir og hafa jafnvægi á hvíld og hreyfingu. Þetta mun spila aðalhlutverkið í baráttunni við verkina og þær hindranir sem geta fylgt slitgigtinni. Í þessari grein er ekkert komið inn á lyfjameðferð heldur er áherslan á hvað maður geti gert til að gera lífið með gigtina auðveldara og auka lífsgæði sín.

Lesa meira