Sauna - góð áhrif á líkamann

Flestir þekkja og hafa prófað að fara í sauna. Sauna er þurrhitameðferð (þar sem vatni er hellt yfir heita steina til að ná fram gufu í stuttan tíma). Í þessari grein setur Styrmir Sigurðsson, sjúkraþjálfari, fram tillögu að því hvernig hægt er að nota saunu. 

Flestir þekkja og hafa prófað að fara í sauna. Sauna er þurrhitameðferð (þar sem vatni er hellt yfir heita steina til að ná fram gufu í stuttan tíma). Þurri hitinn er það sem skiptir máli (hefur mestu áhrifin og gerir mest gagn á miðpallinum þar sem hitinn er um 65°C). Vert er að taka fram að ekki er verið að tala um gufubað eða eimbað þar sem er blautur hiti; mér finnst því ekki rétt að kalla saunu gufubað!

Í þessari grein ætla ég að setja fram tillögu að því hvernig hægt er að nota saunu. (Hægt er að nota þessar leið- beiningar að nokkru leiti við eimbað). Ég mæli með að fara í heita saunu og kalda sturtu og endurtaka ferlið nokkrum sinnum. Þegar líkaminn skiptist á að vera í heitri saununni og kaldri sturtu víkka og þrengjast æðarnar á víxl. Þannig fást góð áhrif á blóð- rásarkerfið. Aðaláhrif saunu er á blóð- rásar-, tauga- og lungnakerfið. Regluleg saunaheimsókn hefur því góð áhrif t.d. til að fyrirbyggja kvef. (Byggir upp ónæmiskerfið). Einnig hjálpar saunameðferð við “afeitrun” líkamans: bæði með svitanum og svo hækkar innri hiti líkamans eða kjarnhitinn, sem leiðir til betri starfsemi nýrna og lungna. Með hærri kjarnhita mýkjast upp vöðvar og bandvefir líkamans og getur sauna þannig haft verkjastillandi áhrif á fólk með t.d hryggikt, slitgigt, vefjagigt, síðþreytu og vöðvabólgu.

Sauna getur verið gagnleg...

 1. Ef þú ert með gigt t.d. Hrygggigt, slitgigt í liðum og í hrygg, vefjagigt eða vöðvabólgu.
 2. Ef þú vilt bæta súrefnismettun hjartans:
 3. Ef þú ert með langvinnt lungnakvef

Athuga skal að ekki er mælt með að fólk fari í saunu ef e-ð að eftirfarandi atriðum á við:

 • Of hár blóðþrýstingur
 • hjartasjúkdómar
 • krabbamein
 • sogæðabjúgur
 • hiti
 • hátt blóðsökk
 • flogaveiki

Þessi tillaga að notkun saunu er frá þýsku saunasamtökunum (Die deutsche Saunaverbund). Heildartíminn getur verið hátt í 2 tímar. Í aðferð- inni sem hér verður lýst er gert ráð fyrir 3 pöllum en sumstaðar eru bara 2 pallar en hitastigið fer eftir hæð þeirra.

Ég mæli með að fara 1x í viku 3 - 4x saunaferðir (sjá leiðbeiningar). Upplagt er að gera liðkunar og teygjuæfingar á eftir. Varast ber að fara inn í sauna fljótt eftir að hafa borðað þunga máltíð og ekki heldur á tóman maga.

Hafa skal í huga að mjög mikilvægt er að drekka vatn áður, á meðan og á eftir saunu meðferð, því við getum misst hátt í 1,5 lítra af vökva við með- ferðina.

Leiðbeiningar til viðmiðunar

 1. Fara áður á salernið (til að minnka álagið á meltingarfærin) 
 2.  Fara í sturtu og þurrka sér á eftir (annars er erfiðara að svitna og þá er meira álag á líkamann). 
 3. Gott er að fara í heitt fótabað t.d. í heita pottinum í 5-10 mínútur. Þurrka skal fætur á eftir. 
 4. Síðan fara inn í saununa og leggjast á neðsta pallinn (50°C) í 10-20 mínútur og sitja síðustu 2 mínúturnar (v. blóðþrýstingsins) 
 5. Fara í kalda sturtu (kemur blóð- rásinni af stað). 
 6. Fara út úr saununni og ganga um í fersku lofti og gera létta leikfimi. (Dýpkar öndunina) 
 7. Nú má endurtaka lið 3) – 6) þegar farið er aftur í saununa má leggjast á miðpallinn í 10-20 mín og sitja síðustu 2 mínúturnar, svo er liður 3) - 6) endurtekinn í þriðja sinn og lagst á efsta pallinn (80 – 100° C) í 10-20 mín og sitja síðustu tvær mínúturnar
 8. Fara aftur í kalda sturtu. 
 9. Heitt fótabað.
 10. Hvíld á legubekk með ábreiðu/ baðhandklæði (til að ná niður blóðþrýstingi og kjarnhita). Ekki þvo sér með sápu á eftir, það hefur ekki góð áhrif á húðina. Gott er að hafa 2 til 3 stór baðhandklæði með sér: til að þurrka sér, setja undir sig í saununni og yfir sig á eftir á legubekknum.

Styrmir Sigurðsson, sjúkraþjálfari

Birtist í Gigtinni, 1. tbl. 2014.