Auðveldum okkur lífið - seinni hluti

Þegar færniskerðing verður vegna gigtar og annarra sjúkdóma þá eru líkur á að fólk þurfi að breyta aðferðum sínum til að geta tekist á við daglegt líf. Í iðju- og sjúkraþjálfun eru kenndar aðferðir til að endurskipuleggja daglegt líf með tilliti til færniskerðingar.  Í þessari grein er ætlunin að sýna nokkrar leiðir til að auðvelda sér daglegt líf og er það von okkar að hún nýtist sem flestum. 

Skæri með fjöður

Skæri með fjöður er hjálpleg þar sem fjöðrinn heldur skærunum opnum og ekki þarf að setja fingurnar inni í augun á skærahaldinu heldur er tekið utan um bæði handföngin (sjá mynd). Staðan á úlnliðnum verður því betri og átakið léttara. 
-1--Skaeri-med-fjodur
-2--Skaeri-alag-a-ulnlid

-3--HneppariHneppari

Þegar fingur eru verkjaðir og skertur kraftur í fingrum getur verið erfitt verk að hneppa frá og að sér peysum og skyrtum. Hnepparinn getur -4--Hneppari-2hjálpað mikið til, á honum er breitt handfang sem auðveldar gripið. 

-5--Snerill-1Snerill (Universal grip)

Á ýmsum stöðum eru takkar sem erfitt er að ná gripi á og talsverðan kraft þarf til að snúa, t.d. lásar á hurðum, takkar á eldavélum eða -7--Snerill-3örbylgjuofnum. Þessi snerill sem sýndur er á myndinni auðveldar verkið til muna. Gripið á snerlinum dreifir álagi á fingur betur og minni kraft þarf til að klára verkið. 

-8--Lyklapinni-1Lyklapinni

Mörgum reynist erfitt að snúa lykli í skrá, þá er einföld lausn að -9--Lyklapinni-2stinga pinna í gegnum augað á lyklinum og hafa á kippunni. Þannig er hægt að fá grip sem að reynir minni á fingurliðina dreifir álaginu betur og þarfnast minni krafts. 
-10--Sokkaifaera-1Sokkaífæra

Fyrir þá sem eru í vandræðum með að klæða sig í sokka þá er sokkaífæra mjög hjálpleg, Hún er notuð þannig að sokkurinn er -11--Sokkaifaera-2þræddur upp á ífæruna og kastað í gólfið fyrir framan fæturna og svo er sokkurinn dreginn upp á fótinn. 


-12--Tong-1Töng

Töngin sem sýnd er hér á myndunum  getur nýst við ýmis verk. Fyrir þá sem að hafa gaman af saumaskap en eru í vandræðum með að -13--Tong-2sauma getur töngin verið framlenging af höndinni  sjá myndir. Töngin kemur sér einnig vel til að opna dósir með álflipa t.d. skyr eða jógúrt.

-14--Tong-3Eins og með flest hin áhöldin þá auðveldar töngin höndunum að vinna verkið því álag dreifist betur á fingurliði og minni kraft þarf við að klára verkið. 


Flest áhaldanna sem sýnd eru hér, fást í Eirberg eða Stoð en allar nánari upplýsingar um hjálpartæki  er hægt að nálgast hjá iðju- og sjúkraþjálfurum GÍ.

Guðbjörg Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi
Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari

Birtist í Gigtinni, 1. tbl. 2014.