Þú getur komið í veg fyrir þvagsýrugigtarkast

Grein eftir Kolbrúnu Baldursdóttur og Svölu Björgvinsdóttur.

Það er hægt að kalla þvagsýrugigt "jólasjúkdóm" þar sem jólahátíðin með öllu sem henni tilheyrir í mat og drykk er nefnilega það tímabil þar sem algengast er að fólk fái þvagsýrugigtarkast. Sem dæmi er mikilvægt að takmarka áfengisneyslu. Það þarf ekki mikið magn af bjór, víni og sterkum vínum til að hækka þvagsýrumagnið í blóði.Borðið ekki mikið af mjög feitum mat. Mikil fituneysla getur hækkað þvagsýru í blóði. Drekkið vel af vatni, 6 - 8 glös á dag. Sykurlausir drykkir eða kolsýrt vatn með bragði er í lagi að nota til tilbreytingar frá vatninu. Þetta minnkar hættuna á að mynda þvagsýrusteina.

Það er hægt að kalla þvagsýrugigt "jólasjúkdóm" þar sem jólahátíðin með öllu sem henni tilheyrir í mat og drykk er nefnilega það tímabil þar sem algengast er að fólk fái þvagsýrugigtarkast.

Danska gigtarblaðið var með góð ráð til þeirra sem eru með þvagsýrugigt, einnig fyrirbyggjandi leiðbeiningar, sem maður getur fræðst af að lesa fyrir jólin.

Matur og drykkur

Mikilvægt að takmarka áfengisneyslu. Það þarf ekki mikið magn af bjór, víni og sterkum vínum til að hækka þvagsýrumagnið í blóði.

Borðið ekki mikið af mjög feitum mat. Mikil fituneysla getur hækkað þvagsýru í blóði.
Drekkið vel af vatni, 6 - 8 glös á dag. Sykurlausir drykkir eða kolsýrt vatn með bragði er í lagi að nota til tilbreytingar frá vatninu. Þetta minnkar hættuna á að mynda þvagsýrusteina.

Forðist mat sem inniheldur mikið af púrínefnum eins og lifur, slátur, nýru og hrogn. Borðið lítið magn af baunum, ansjósum og sardínum og notið kjötkraft í litlu magni.
Forðist matvörur sem innihalda gerekstrakt. Það er oft í kjötkrafti, súpum, kjötbollum og grænmetiskæfum. Lesið innihaldslýsingar á matvörunum.

Borðið ekki stóra skammta af kjöti og kjötréttum.
Forðist sykurríka drykki og sælgæti þar sem ávaxtasykur (fructosa) í sykri getur aukið myndun þvagsýru í líkamanum. Forðist því gosdrykki, svaladrykki og sætindi. Ávaxtasafar innihalda mikið af ávaxtasykri og því ekki gott að nota þá í miklu magni. Þá innihalda margar sérvörur, sem sagðar eru sykurlausar, ávaxtasykur í staðinn fyrir sykur.

Kjörþyngd

Mikilvægt er að reyna að halda kjörþyngd. Ef þú ert of þung/ur er ennþá mikilvægara að forðast feitan mat, sæta drykki og sætindi. Þeir sem eru í megrun ættu að vera meðvitaðir um að við það að léttast um meira en 1 kg á viku eykst áhættan á gigtarkasti.

Hreyfing

Það er ekki endilega maturinn sem orsakar þvagsýrugigtarkast. Of mikil áreynsla getur einnig aukið líkur á kasti. Þannig getur íþróttaiðkun, sem ekki er stunduð reglulega og maður er ekki vanur, komið kasti af stað. Það er því mikilvægt að vera í góðu formi, þannig að maður sé vanur að hreyfa sig. Dagleg hreyfing kemur í veg fyrir ofreynslu.

Matur sem gott er að borða

  • Allt grænmeti nema baunir
  • Ávextir
  • Brauð og kornvörur
  • Kartöflur, hrísgrjón og pasta
  • 100-150 g af kjöti í máltíð er hæfilegur kjötskammtur
  • Fiskur, en aðeins litlir skammtar af niðursoðnum fiski s.s. sardínum og ansjósum
  • Magrar mjólkurvörur og ostur
  • Matarolía, smjör, smjörlíki, majones o.þ.h. í litlu magni
  • Sjóðið eða ofnsteikið mat frekar en að steikja á pönnu