Mismunandi verkjameðferðir

Það er hvílir mikið á þeim sem lifa við langvarandi verki, en það er hægt að gera eitthvað við þeim. Í eftirfarandi grein getur þú lesið þér til um hvernig hægt er að meðhöndla langvarandi verki og hvað er hægt að gera fyrir þig. Greinin kemur frá danska gigtarfélaginu. 

Meðferð við langvarandi verkjum – Mismunandi verkjameðferðir

Það er hvílir mikið á þeim sem lifa við langvarandi verki, en það er hægt að gera eitthvað við þeim. Í eftirfarandi grein getur þú lesið þér til um hvernig hægt er að meðhöndla langvarandi verki og hvað er hægt að gera fyrir þig.

Ef þú lifir við langvarandi verki er mikilvægt að þú gefir ekki upp þá von að ástandið gæti orðið betra. Verkirnir munu kannski alltaf vera einhver hluti af þér, en þú getur fengið hjálp til að lifa góðu lífi þar sem verkirnir fá ekki leyfi til að taka stjórnina.
Markmiðið með verkjameðferð er að minnka verkina eins mikið og hægt er, t.d. með lyfjameðferð ásamt öðrum aðferðum, sem geta hjálpað þér að takast betur á við verkina og læra að lifa með þeim.

Verkjastillandi lyfjameðferð:

Það eru til ógrynni af mismunandi verkjastillandi lyfjum. Talaðu við þinn lækni um hvaða lyf myndi henta þér best.

Það er mikilvægt að þú berir líka ábyrgð á þinni meðferð með lækninum þínum og að þú eigir gott og opið samtal við hann. Segðu honum frá heildarmyndinni – þ.e. ef þú ert með fleiri sjúkdóma, hvaða önnur lyf þú ert að taka, verkun lyfjanna og ef það eru aukaverkanir. Spurðu líka ef þú ert í vafa um eitthvað eða ef það er eitthvað sem þú vilt fá að vita meira um.

Það er mikilvægt að þú farir eftir leiðbeiningum læknist varðandi lyfin sem þú færð uppáskrifuð og notir lyfin eins og til er ætlast.

8 spurningar sem þú getur spurt lækninn þinn að:

  •         Afhverju á ég að taka þessi lyf og hvernig virka þau?
  •         Hversu mikið á ég að taka?
  •         Hvenær og hversu oft á ég að taka lyfin?
  •         Hvernig á ég að taka lyfin?
  •         Í hversu langan tíma á ég að taka lyfin?
  •         Er eitthvað sem ég ætti að varast á meðan meðferð stendur?
  •         Hverjar eru algengustu aukaverkanirnar?
  •         Hafa þessi lyf einhver áhrif á önnur lyf sem ég tek?

 Leitaðu eftir upplýsingum um lyfið. Fáðu upplýsingar um lyfið í apótekinu, lestu fylgiseðilinn eða leitaðu eftir upplýsingum á internetinu.

(Dæmi um verkjastillandi lyf sem gigtarfólk notar gjarnan eru; paracetamol, NSAID (t.d. Naproxen) og tramadol. Í öðrum tilfellum skrifar læknirinn upp á önnur lyf eins og til dæmis gabapentin)

Hugsanir og tilfinningar:

Það getur verið uppbyggjandi upphaf á meðferð að breyta hugarfarinu frá því að ætla sér að verða alveg verkjalaus yfir í það að búa til betra ástand. Hugsanir þínar, tilfinningar og bjargráð hvað varðar verkina, rúma nefninlega mörg tækifæri til jákværa breytinga. Rannsóknir sýna að það er ekki einungis umfang verkjanna sem hefur áhrif á lífsgæði heldur einnig  andleg upplifun á þeim – leiðin sem þú tengist verkjunum – og sem hefur áhrif á þína upplifun á lífsgæðum.

Ein aðferð sem margir einstaklingar með langvarandi verki hafa haft gagn af er núvitund (mindfulness meditation).

Viðtöl við sálfræðing geta einnig gefið þér bjargráð til að takast á við verkina svo þeir taki ekki alveg stjórnina.

Skrifaðu verkjadagbók:

Það getur verið góð hugmynd að skrifa verkjadagbók. Verkjadagbókin getur gefið þér yfirlit yfir verkina þína og jafnvel hjálpað þér að skilja hvað er gott fyrir þig – og hvað er ekki eins gott.

Svona notar þú verkjadagbókina:

Á hverjum degi skráir þú hvernig verkirnir hafa verið á skalanum 0 – 10. Þegar þú skrifar 0 þýðir það að þú hefur ekki haft neina verki. Þegar þú skrifar 10 þýðir það að það eru þínir allra verstu verkir. Þú getur einnig skráð hvernig verkirnir lýsa sér og hvað þú hefur verið að gera þann daginn.

Dæmi um verkjadagbók má finna í næstu grein. Sjúkraþjálfarinn ráðleggur.

Hreyfing og þálfun

Kannski heldur þú að það sé best fyrir þig að hafa það rólegt ef þú þjáist af verkjum vegna gigtar. Hreyfing  og þjálfun getur hins vegar hjápað þér að minnka verkina.

Þegar þú lifir virku lífi þá hefur þetta jákvæð áhrif á lífsgæði þín – líka þegar þú ert með langvarandi verki. Því þrátt fyrir að margir haldi öðru fram, að þá getur hreyfing og þjálfun hjápað gegn verkjum.

Vandamál í liðum, hrygg og vöðvum er algengasta orsök langvarandi verkja. Ef verkirnir eru ekki vegna slyss/áverka, nýs sjúkdóms eða breytinga í virkni sjúkdóms er líkamleg hreyfing góð fyrir þig. Í mörgum tilfellum getur rétta hreyfingin minnkað verkina til jafns við verkjastillandi lyf – og þeir sterku vöðvar sem þú byggir upp er þú æfir reglulega, styrkja og styðja við veika liði.

Iðjuþjálfun

Þú gætir haft gagn af því að tala við iðjuþjálfa. Með iðjuþjálfa getur þú fundið aðferðir til að stunda vinnu og hreyfa þig á þann hátt að það framkalli ekki verki.

Iðjuþjálfinn þekkir einnig til alls konar hjálpartækja sem geta auðveldað þér daglegar athafnir og um leið minnkað verki.

 https://www.gigtforeningen.dk/viden-om-gigt/behandlingsmuligheder/smertebehandling/
Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnastjóri GÍ þýddi. 

Birtist fyrst í Gigtinni, 1. tbl. 2017