Aðalfundur Gigtarfélagsins verður 1. september kl. 19:30

24. ágúst 2021

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 1. september nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Vegna COVID- 19 verður einungis um venjuleg aðalfundarstörf að ræða. Fræðsluerindi bíða betri tíma. Virðum sóttvarnarreglur.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.